föstudagur, febrúar 12

It's been a long time....

Anyways, var að hjálpa pabba að selja teikningar af PBY-5A Catalina á Ebay. Setti þetta inn í gærkvöldi og núna er bara að bíða að sjá hvort þetta selst.
PBY-5A-Catalina Plans

Hér er svo FLICKR síðan hans pabba með fullt af myndum af módelinu og teinkngunum.
http://www.flickr.com/photos/sturla/

miðvikudagur, maí 27

Ok þá erum við að leggja í hann á morgunn. 24 tíma flug...jeii. Jæja það er vonandi að það gangi allt vel. Við lendum svo í London á föstudaginn og verðum þar í 4 nætur. Ég og Freyja fljúgum til Íslands á þriðjudeginum (2. júní) en Patrick fer til Írlands sama dag og kemur svo til Íslands sex dögum seinna. Já okkur hlakkar mikið til!

Reyndar er Patrick með áhyggjur að honum verði ekki hleypt í flugvélina þar sem hann er með kvef, hálsbólgu og hósta. Hann er nú samt örugglega ekki með svínaflensu þar sem ég held að maður verði nú aðeins veikari af henni. En Patrick heldur að það sé nú aldrei að vita hvað þetta gæti verið (hann heldur auðvitað að hann sé við dauðans dyr). Freyja er líka búin að vera með kvef (og er ennþá með smá kvef). Það er svo mikið af svona að ganga eins og er. Ég er ekki með neitt kvef...allavega ennþá. Ætli ég fái þetta ekki í flugvélinni og þurfi svo að fara í einangrun í London. Annars veit ég ekki hvort ég ætti að kaupa grímu handa Patrick til að hafa í vélinni. Þá er ég meira að hugsa það út af öðrum farþegum þar sem sumir eru eitthvað svo "paranoid" og myndu ekki vilja sitja við hliðina á einhverjum með hósta. Svo vorum við að fatta að ferðatryggingin okkar mun ekki tryggja okkur fyrir svínaflensu. Tryggingarfélagið er víst búið tilkynna það ásamt mörgum öðrum. En ef maður fær venjulega flensu þá er maður tryggður. Fáránlegt!

Jæja ég verð að fara að halda áfram að pakka niður. Sjáumst eftir nokkra daga!

miðvikudagur, apríl 22

Ég er uppgefin í dag. Það er svo mikið að gerast í félagslífinu hjá henni Freyju. Á sunnudag fórum við öll í kvöldmat til Maree systur hans Patricks. Yngsti strákurinn hennar átti afmæli, varð 19 ára. Ég og Freyja kíktum svo í heimsókn til Dianne og Milly á mánudaginn. Þær búa bara hérna tveimur götum ofar. Í gær hittum við svo Isabel og Milly (og mömmur þeirra) á kaffihúsi og um kvöldið fór ég á Tupperware kynningu (partý) hjá einni stelpunni í mæðrahópnum. Freyja kom nú reyndar ekki með þangað. Í morgunn fórum ég og Freyja á bókasafnið. Þar var söng og lestratími fyrir litla krakka. Við fórum svo á kaffihús með nokkrum mömmunum á eftir. Já þetta er erfitt líf þegar maður er heimavinnandi húsmóðir ;0P Veit ekki hvernig ég á eftir að höndla að fara að vinna 3 daga í vinnu.

En jæja það eru bara 5 vikur þangað til við leggjum í hann og minna en 6 vikur þangað til við komum til Íslands :0) Ég er leinilega að vona að krónan haldist lág í nokkrar vikur í viðbót. Svo má hún alveg taka góðan kipp upp á við eftir að við erum búin að vera þar. Erla sendi mér lista yfir verð á algengum hlutum á Íslandi um daginn og flest virðist bara vera á svipuðu verði og hér (af því að krónan er svo lág og ástralski dollarinn í hærra lagi). Reyndar kom mér á óvart hvað mjólk er rosalega ódýr á Íslandi. Mun ódýrari en hérna en hins vegar er kók mun dýrara en hér. Það er svo sem í lagi þar sem það er nú hollara að drekka mjólk. Síðan er auðvitað bensínið ennþá dýrara á Íslandi en flest annað er mjög svipað eða kannski aðeins dýrara. En ef að krónan styrkist mikið eða dollarinn lækki þá held ég að manni muni nú finnast hlutirnir dýrir.

Svo er ég búin að vera að selja smá á Ebay undanfarið. Seldi nokkra geisladiska til að byrja með og svo gömul föt sem ég hafði eiginlega aldrei notað. Ég get nú ekki sagt að ég hafi grætt heilmikið á þessu, því eftir að Ebay og PayPal taka gjöldin fyrir þetta þá er nú ekki mikið eftir. Þetta er nú samt áhugavert og hef ég skemmt mér við þetta.

Hérna er svo ANZAC dagur á laugardaginn (minningardagur hermanna í Ástralíu og NZ). Þetta er yfirleitt frídagur hérna en í ár lendir hann á laugardegi. Ég held að Patrick sé að plana að vakna snemma og fara með Freyju á svona minningarathöfn hérna í Ballarat um morguninn. Þetta byrjar um sólarupprás og munu gamlir sem ungir hermenn labba í nokkurs konar skrúðgöngu. Þetta er hins vegar allt of snemmt fyrir mig (klukkan 6:30 held ég). Mér finnst mun meira freistandi að kúra upp í rúmi og fá kannski að sofa út, sem að gerist ekki oft.

Já ég frétti að það séu svo kosningar á Íslandi á laugardaginn. Vona að það fari allir að kjósa og kjósi ekki einhverja vitleysinga, sem er kannski erfitt ef að það eru bara vitleysingar í boði. Annars veit ég ekkert hverjir eru í boði þar sem ég hef nú alveg gjörsamlega misst tengingu við íslensk stjórnmál og þekki ekkert þessa nýju stjórnmálamenn. Í Ástralíu er skylda að kjósa. Patrick fékk tildæmis sekt um daginn afþví hann gleymdi að kjósa í bæjarkosningunum hérna í Ballarat. Hann steingleymdi þeim. Ég þarf nú ekki að kjósa því ég er ekki ástralskur ríkisborgari sem reyndar þýðir að ég má ekki kjósa þó ég myndi vilja það. Talandi um ríkisborgara, þá fékk Freyja sitt fyrsta vegabréf um daginn. Ástralskt rafrænt vegabréf sem gildir í 5 ár. Það verður nú samt svoldið fyndið ef hún notar það þegar hún er 4-5 ára og það verður ennþá með mynd af henni þegar hún var 5 mánaða gömul. Síðan ætlum við held ég að fá íslenskt vegabréf fyrir hana líka. Annars var ég að pæla að taka með okkur fæðingarvottorðið hennar Freyju með okkur til öryggis, sérstaklega þegar ég og Freyja fljúgum bara tvær saman. Ég er sem sagt Íslendingur með ástralskt barn með mér sem er ekki einu sinni með sama eftirnafn og ég. Það ætti nú samt ekki að vera neitt mál held ég. Held það sé bara Kanada sem er með einhver lög um það þegar fólk ferðast með börn.

Ég verð víst að fara að athuga hvað hún Freyja er að prakkarast. Hún er farin að skríða út um allt hús og maður verður að passa upp á hvað er á gólfinu, eða í skriðhæð.

mánudagur, apríl 13

GLEÐILEGA PÁSKA

Jú ég er víst búin að vera voðalega löt að skrifa hérna. En í dag eru 50 dagar þangað til við komum til Íslands. Reyndar eru bara 45 dagar þangað til við leggjum af stað og Freyja fer í sína fyrstu flugferð, en flugið tekur heilan dag og svo verðum við 4 daga í London hjá Toni, Carel og Ruby. Ruby á einmitt afmæli 31.maí þegar við verðum þar og hún verður 2 ára. Ég býst við að helmingurinn af farangrinum okkar verði afmælisgjafir frá fjölskyldunni handa Ruby.

Já okkur er byrjað að hlakka svolítið til að fara. Það verður frábært að hitta alla og örugglega frekar skrýtið líka því ég hef ekki hitt flesta í rúmlega 3 ár. Patrick er búinn að ákveða að kíkja til Írlands fyrstu vikuna sem ég og Freyja verðum á Íslandi. Hann mun sem sagt ekki fljúga með okkur til Íslands, heldur fer hann bara með okkur á flugvöllinn og flýgur svo sjálfur til Shannon á Írlandi. Hann kemur svo til Íslands 6 dögum seinna.

Já svo erum við búin að plana Vestfjarðarferð. Ég og Erla siss bókuðum gistingu um daginn. Föttuðum nefnilega að það væri allt að verða upppantað þarna uppfrá. Gistum 2 nætur á Látrabjargi og 3 nætur á Ísafirði. Vonum bara að við fáum fínt veður. Eftir það verður farið á Blönduós og gist 4 nætur þar sem að öll stórfjölskyldan ætlar að hittast í grilli. Hlökkum okkur mikið til þess. Svo er aldrei að vita nema að maður skreppi til Akureyrar. Sjáum til með það.

Já þetta eru svona aðalplönin hjá okkur. Við ætlum nú svo líka að gera eitthvað skemmtilegt með honum pabba og svo þarf maður nú að hitta alla. Verðum að plana nokkra hittinga.

Annars vil ég bara óska öllum gleðilegra páska. Það er víst annar í páskum í dag og ég held áfram að narta í páskahéran minn. Reyndar eru þetta kallaðar kanínur hérna ekki hérar. Hérna er páskakanínan (Easter Bunny) svipuð og jólasveinninn. Kanínar kemur um nóttina og dreifir páskaeggjum út um allt. Felur þau um allt hús og garðinn ef veður leyfir.

...svo má ég ekki gleyma að óska henni Erlu systur minni til hamingju með afmælið í dag. Hún er víst 26 ára í dag. Já hún er að komast hættulega nálægt þrítugu stelpan. Vona að þú hafir það gott í dag!

Ps. Ég veit ekki hvað er í gangi með letrið hérna. Það er allt út um allt og ég get ekki breytt því.

miðvikudagur, mars 11

Ég fékk heimsókn frá Vottum Jehóva áðan. Fyrir tveimur vikum síðan fékk ég heimsókn frá Mormónum. Stundum kemur að heimsækja mig fólk frá rafmagnsveitum til að reyna að fá mig til að skipta um fyrirtæki. Þetta fólk talar yfirleitt mjög bjagaða ensku og er oft hálf dónalegt finnst manni. Reyndar gæti það bara verið afþví að þetta fólk er yfirleitt frá Indlandi og þar kemur fólk öðruvísi fyrir. Þá meina ég það ekki á racistalegan hátt. Já maður verður sko ekki einmanna þegar maður er heima yfir daginn. Ég setti mig á svona "do not call" lista fyrir nokkru síðan. Síðan þá hefur svona sölufólk alveg hætt að hringja í okkur en mér finnst nú reyndar ég vera að fá meira af fólki sem kemur og bankar á hurðina hjá manni í staðinn. Ég er með svona skilti á póstkassanaum hjá mér "No Advertising Material" afþví mér finnst svo pirrandi að fá bunka af einhverjum bæklingum frá matvöruverslunum. Svona skilti virka sko. Veit ekki hvort að er hægt að fá svona á Íslandi. Ég er að pæla í að fá skilti á hurðina hjá mér sem segir "No Indian sales people please". Veit ekki hvort að svoleiðis skilti eru til og ég yrði kannski talin vera racisti eða þannig. Ég er það ekki í alvörunni. Ég á marga Indverska vini. Ok kannski ekki marga. Hver man samt ekki eftir honum vini mínum Manish sem bjó við hliðina á okkur í Lal Lal Stræti. Hann er reyndar frá Nepal.....en það er þarna við hliðina einhverstaðar.

Já annars er ég bara búin að vera lasin með hálsbólgu og kvef. Er orðin góð núna samt. Sem betur fer varð Freyja ekkert lasin. Hún fékk smá kvef en ekkert sem angraði hana. Svo fann ég fyrstu tönnina hjá henni um daginn :) Tönn að koma í neðri gómi. Núna þarf maður að fara að kaupa tannbursta.

fimmtudagur, mars 5

Jæja þá er komið haust. 1. mars er fyrsti haustdagur hér og í gær var sko kalt. Það var 32 stiga hiti á þriðjudaginn (og hvasst). Í gær var ekki nema 18 stiga hiti og rigning. Okkur fannst það nú svoldið kalt og vorum með hitarann í gangi allan daginn. Í dag er enn bara 20 stig. Við höldum að sumarið sé bara búið núna sem er reyndar gott afþví það voru svo margir skógareldar. Rigningin hefur hjálpað til að slökkva í sumum þeirra en okkur finnst nú rosa gott að hafa 25-30 stiga hita. Við erum ekki alveg tilbúin í vetur ennþá.

Freyja og ég fórum að hitta mæðrahópinn okkar á kaffihúsi í dag. Dianne er svo að halda upp á þrítugsafmælið sitt á sunnudaginn og erum við boðin í það. Hún verður með grillveislu í garðinum hjá sér og börn eru velkomin að koma með. Hún býr bara 2 götum fyrir neðan okkur þannig að við getum bara labbað þangað með vagninn.

föstudagur, febrúar 27

Það er búið að lýsa yfir hættuástandi í öllu Viktoríufylki í dag vegna hita og hvassviðris. Mörgum skólum og leikskólum út á landi var aflýst í dag. Þetta er vegna þess að það er mikið brunahætta. Það brenna ennþá eldar út um allt fylki þó að það sé engin hætta frá þeim. Það er alltaf hættulegt þegar eldur og vindur mætast, þannig að fólk vill ekki taka neina áhættu.

Það byrjaði eldur um daginn hjá bæ sem heitir Daylesford og er svona 40 mín frá Ballarat. Patrick vinnur mikið þar. Þegar hann var á leiðinni heim þá sér hann þennan mikla reyk ekki langt frá þar sem bróðir hans á heima. Hann keyrir sem sagt í átt að húsi bróður síns (Brian) en lögreglan var þá búin að loka veginum þangað. Það hafði einhver hálfviti hent sígarettustubb út um bílrúðuna rétt hjá húsinu þeirra. Eldurinn brann sem betur fer frá húsinu þannig að það skemmdist ekkert á þeirra landi en þessi eldur breyddist út um allt of hefur núna brunnið í 5 daga og 2800 hektarar hafa brunnið. Sem betur fer hafa engin líf verið í hættu og bara eitt hús hefur brunnið. Það er núna búið að stöðva útbreyðslu eldsins eins og er þannig að það verður vonandi hægt að slökkva í honum. Já alltaf jafn mikið fjör hér í hitunum.

Ég saumaði gardínur fyrir eldhúsgluggan okkar. Þær eru grænköflóttar. Ég reyndar saumaði þessar gardínur fyrir löngu síðan. Átti bara aðeins eftir að laga þær og svo að hengja þær upp. Þær fóru loksins upp um helgina og líta svona út:
Við eigum enn eftir að gera svolítið í eldhúsinu. Eigum eftir að mála veggina og loftið og svo flísaleggja inní arininum hjá hellunum. Jú svo á eftir að mála gluggan líka.

Annars höldum ég og Freyja okkur bara innandyra í hitanum í dag. Ég ætlaði að taka herbergið hennar í gegn. Taka til, þrífa og sortera dótið hennar. Þarf líka að ganga frá fötum sem eru orðin of lítil á hana. Þetta gengur frekar hægt hjá mér.

miðvikudagur, febrúar 18

Ég var að koma úr jarðarför. Jarðarfarir eru nú ekki það skemmtilegasta sem maður gerir þó geta erfðadrykkjurnar verið annsi fjörugar þar sem að alltaf er boðið upp á áfengar veitingar í þeim hér. Ég og Freyja vorum nú bara klukkutíma í erfðadrykkjunni. Ég þurfti að koma Freyju í rúmið. Hún hafði varla sofið í allan dag. Reynar svaf hún 9 tíma síðustu nótt. Vona að hún haldi því áfram.

Freyja er svo fyndin þegar maður tekur hana eitthvert, sérstaklega þegar við förum að hitta mæðrahópinn okkar. Hún skrækjir alltaf yfir alla. Stundum hræðir hún hina krakkana með þessum skrækjum. Í gær henti hún leikfangi í hausinn á öðrum krakka. Reyndar meiddi krakkinn sig nú ekki sem betur fer. Vonandi verður hún ekki að svona "bully" á leikvellinum.

Jæja verð að fara að koma henni litlu í bólið.

mánudagur, febrúar 16

Jæja hver haldiði að sé nú risin upp frá dauðum! Jú jú alveg rétt, Kengúran er komin aftur í heim bloggsins. Maður var farin að sakna þess að blogga ekki þannig að ég ákvað bara að endurlífga þetta blogg aðeins. Breytti meira að segja um lúkkið hérna og alles. Ég veit nú samt ekki hvort ég hafi um mikið að skrifa annað en bleyjuskiptingar og þvotta...en við sjáum til.

Hún Freyja er orðin 4 1/2 mánaða gömul og orðið algjör prakkara-skvísa. Hún fék hrísmjölsgraut í fyrsta skipti í dag. Gretti sig voðalega..haha en kyngdi nú samt grautnum og vildi meira. Já hún stækkar ört. Ótrúlegt hvað hún er að breytast mikið núna og þroskast finnst manni. Já maður tekur eftir því sjálfur þó að maður sjái hana á hverjum degi.

Það hafa nú sennilega margir heyrt í fréttum að hér eru búnir að vera rosalegir skógareldar undanfarið. Tala látinna komin upp í 189 og er ennþá að hækka. Það tekur víst voða tíma að fara í gegnum allar rústirnar og bera kennsl á líkin. Já þetta eru búnir að vera mjög sorglegir dagar.

Við erum svo að fara í jarðarför á miðvikudaginn. Nei sú jarðarför er nú ekki í tengslum við skógareldana. Maður móðursystur hans Patricks fékk hjartaáfall um daginn og dó. Konan hans (systir Maureen tengdó) lést nú reyndar fyrir rúmlega 10 árum síðan. Don Murphy var nú kominn nálægt áttrætt og var búinn að vera hjartaveikur í mörg ár. Hann var búinn að vera hálf veikur síðustu vikurnar þannig að þetta kom nú kannski ekkert rosalega á óvart.

Já svo erum ég og Freyja að fara í vikulega mæðrahittinginn okkar á heilsugæslustöðinni á morgunn. Reyndar hittumst við í síðustu viku á bókasafninu og þar var talað um lestur fyrir börn. Það eru yfirleitt svona 10-15 mæður sem mæta. Það er mjög gaman að hittast svona. Síðan erum við 5 stelpur sem að hittums líka einu sinni í viku þá annað hvort á kaffihúsi eða heima hjá einni okkar. Okkur finnst voða gaman að hittast svona og kjafta og krökkunum finnst líka gaman að hittast held ég. Allaveganna finnst Freyju rosa gaman að fara eitthvað svona og sjá annað fólk (og önnur börn). Hún brosir alltaf og hlær þegar ég fer eitthvað með hana. Fólk heldur að hún sé alltaf í góðu skapi.....sem að hún er nú reyndar oft nema þegar hún er svöng eða þreytt.

Jæja Desperate Housewifes er að byrja. Jú jú nýja syrpan er byrjuð þar sem að það er farið 5 ár fram í tímann. Mjög skemmtilegt. Mæli með þessari syrpu, þó ég sé nú bara búin að sjá fyrstu 2 þættina.

mánudagur, október 20


Já þá er næstum því bara komin ár og öld síðan ég bloggaði hér síðast. Fyrir þá sem ekki vita þá eiguðum Patrick og ég yndislega litla stelpu þann 27.september. Hún var 3880 gr (rúmlega 15 merkur) og fékk nafnið Freyja Rose. Hún er núna orðin rúmlega 3 vikna og dafnar mjög vel. Hún á sína eigin barnalandssíðu þar sem ég mun setja inn fullt af myndum.