mánudagur, febrúar 16

Jæja hver haldiði að sé nú risin upp frá dauðum! Jú jú alveg rétt, Kengúran er komin aftur í heim bloggsins. Maður var farin að sakna þess að blogga ekki þannig að ég ákvað bara að endurlífga þetta blogg aðeins. Breytti meira að segja um lúkkið hérna og alles. Ég veit nú samt ekki hvort ég hafi um mikið að skrifa annað en bleyjuskiptingar og þvotta...en við sjáum til.

Hún Freyja er orðin 4 1/2 mánaða gömul og orðið algjör prakkara-skvísa. Hún fék hrísmjölsgraut í fyrsta skipti í dag. Gretti sig voðalega..haha en kyngdi nú samt grautnum og vildi meira. Já hún stækkar ört. Ótrúlegt hvað hún er að breytast mikið núna og þroskast finnst manni. Já maður tekur eftir því sjálfur þó að maður sjái hana á hverjum degi.

Það hafa nú sennilega margir heyrt í fréttum að hér eru búnir að vera rosalegir skógareldar undanfarið. Tala látinna komin upp í 189 og er ennþá að hækka. Það tekur víst voða tíma að fara í gegnum allar rústirnar og bera kennsl á líkin. Já þetta eru búnir að vera mjög sorglegir dagar.

Við erum svo að fara í jarðarför á miðvikudaginn. Nei sú jarðarför er nú ekki í tengslum við skógareldana. Maður móðursystur hans Patricks fékk hjartaáfall um daginn og dó. Konan hans (systir Maureen tengdó) lést nú reyndar fyrir rúmlega 10 árum síðan. Don Murphy var nú kominn nálægt áttrætt og var búinn að vera hjartaveikur í mörg ár. Hann var búinn að vera hálf veikur síðustu vikurnar þannig að þetta kom nú kannski ekkert rosalega á óvart.

Já svo erum ég og Freyja að fara í vikulega mæðrahittinginn okkar á heilsugæslustöðinni á morgunn. Reyndar hittumst við í síðustu viku á bókasafninu og þar var talað um lestur fyrir börn. Það eru yfirleitt svona 10-15 mæður sem mæta. Það er mjög gaman að hittast svona. Síðan erum við 5 stelpur sem að hittums líka einu sinni í viku þá annað hvort á kaffihúsi eða heima hjá einni okkar. Okkur finnst voða gaman að hittast svona og kjafta og krökkunum finnst líka gaman að hittast held ég. Allaveganna finnst Freyju rosa gaman að fara eitthvað svona og sjá annað fólk (og önnur börn). Hún brosir alltaf og hlær þegar ég fer eitthvað með hana. Fólk heldur að hún sé alltaf í góðu skapi.....sem að hún er nú reyndar oft nema þegar hún er svöng eða þreytt.

Jæja Desperate Housewifes er að byrja. Jú jú nýja syrpan er byrjuð þar sem að það er farið 5 ár fram í tímann. Mjög skemmtilegt. Mæli með þessari syrpu, þó ég sé nú bara búin að sjá fyrstu 2 þættina.

Engin ummæli: