miðvikudagur, febrúar 18

Ég var að koma úr jarðarför. Jarðarfarir eru nú ekki það skemmtilegasta sem maður gerir þó geta erfðadrykkjurnar verið annsi fjörugar þar sem að alltaf er boðið upp á áfengar veitingar í þeim hér. Ég og Freyja vorum nú bara klukkutíma í erfðadrykkjunni. Ég þurfti að koma Freyju í rúmið. Hún hafði varla sofið í allan dag. Reynar svaf hún 9 tíma síðustu nótt. Vona að hún haldi því áfram.

Freyja er svo fyndin þegar maður tekur hana eitthvert, sérstaklega þegar við förum að hitta mæðrahópinn okkar. Hún skrækjir alltaf yfir alla. Stundum hræðir hún hina krakkana með þessum skrækjum. Í gær henti hún leikfangi í hausinn á öðrum krakka. Reyndar meiddi krakkinn sig nú ekki sem betur fer. Vonandi verður hún ekki að svona "bully" á leikvellinum.

Jæja verð að fara að koma henni litlu í bólið.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að geta lesið bloggið þitt aftur. Get ekki beðið eftir því að Freyja komi skrækjandi hingað :)

kv
Erla

Nafnlaus sagði...

Jei, komment!
Veit samt ekkert hvað ég á að segja....

Velkomin í bloggheiminn aftur!

Tinna

Nafnlaus sagði...

Vei, gott hjá þér að byrja blogga aftur! :)

Kveðja,
Magga