föstudagur, febrúar 27

Það er búið að lýsa yfir hættuástandi í öllu Viktoríufylki í dag vegna hita og hvassviðris. Mörgum skólum og leikskólum út á landi var aflýst í dag. Þetta er vegna þess að það er mikið brunahætta. Það brenna ennþá eldar út um allt fylki þó að það sé engin hætta frá þeim. Það er alltaf hættulegt þegar eldur og vindur mætast, þannig að fólk vill ekki taka neina áhættu.

Það byrjaði eldur um daginn hjá bæ sem heitir Daylesford og er svona 40 mín frá Ballarat. Patrick vinnur mikið þar. Þegar hann var á leiðinni heim þá sér hann þennan mikla reyk ekki langt frá þar sem bróðir hans á heima. Hann keyrir sem sagt í átt að húsi bróður síns (Brian) en lögreglan var þá búin að loka veginum þangað. Það hafði einhver hálfviti hent sígarettustubb út um bílrúðuna rétt hjá húsinu þeirra. Eldurinn brann sem betur fer frá húsinu þannig að það skemmdist ekkert á þeirra landi en þessi eldur breyddist út um allt of hefur núna brunnið í 5 daga og 2800 hektarar hafa brunnið. Sem betur fer hafa engin líf verið í hættu og bara eitt hús hefur brunnið. Það er núna búið að stöðva útbreyðslu eldsins eins og er þannig að það verður vonandi hægt að slökkva í honum. Já alltaf jafn mikið fjör hér í hitunum.

Ég saumaði gardínur fyrir eldhúsgluggan okkar. Þær eru grænköflóttar. Ég reyndar saumaði þessar gardínur fyrir löngu síðan. Átti bara aðeins eftir að laga þær og svo að hengja þær upp. Þær fóru loksins upp um helgina og líta svona út:
Við eigum enn eftir að gera svolítið í eldhúsinu. Eigum eftir að mála veggina og loftið og svo flísaleggja inní arininum hjá hellunum. Jú svo á eftir að mála gluggan líka.

Annars höldum ég og Freyja okkur bara innandyra í hitanum í dag. Ég ætlaði að taka herbergið hennar í gegn. Taka til, þrífa og sortera dótið hennar. Þarf líka að ganga frá fötum sem eru orðin of lítil á hana. Þetta gengur frekar hægt hjá mér.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fallegt eldhús! :)

Kv. Magga