miðvikudagur, maí 27

Ok þá erum við að leggja í hann á morgunn. 24 tíma flug...jeii. Jæja það er vonandi að það gangi allt vel. Við lendum svo í London á föstudaginn og verðum þar í 4 nætur. Ég og Freyja fljúgum til Íslands á þriðjudeginum (2. júní) en Patrick fer til Írlands sama dag og kemur svo til Íslands sex dögum seinna. Já okkur hlakkar mikið til!

Reyndar er Patrick með áhyggjur að honum verði ekki hleypt í flugvélina þar sem hann er með kvef, hálsbólgu og hósta. Hann er nú samt örugglega ekki með svínaflensu þar sem ég held að maður verði nú aðeins veikari af henni. En Patrick heldur að það sé nú aldrei að vita hvað þetta gæti verið (hann heldur auðvitað að hann sé við dauðans dyr). Freyja er líka búin að vera með kvef (og er ennþá með smá kvef). Það er svo mikið af svona að ganga eins og er. Ég er ekki með neitt kvef...allavega ennþá. Ætli ég fái þetta ekki í flugvélinni og þurfi svo að fara í einangrun í London. Annars veit ég ekki hvort ég ætti að kaupa grímu handa Patrick til að hafa í vélinni. Þá er ég meira að hugsa það út af öðrum farþegum þar sem sumir eru eitthvað svo "paranoid" og myndu ekki vilja sitja við hliðina á einhverjum með hósta. Svo vorum við að fatta að ferðatryggingin okkar mun ekki tryggja okkur fyrir svínaflensu. Tryggingarfélagið er víst búið tilkynna það ásamt mörgum öðrum. En ef maður fær venjulega flensu þá er maður tryggður. Fáránlegt!

Jæja ég verð að fara að halda áfram að pakka niður. Sjáumst eftir nokkra daga!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góða ferð, hlakka til að sjá ykkur :)

kv
Erla