miðvikudagur, mars 11

Ég fékk heimsókn frá Vottum Jehóva áðan. Fyrir tveimur vikum síðan fékk ég heimsókn frá Mormónum. Stundum kemur að heimsækja mig fólk frá rafmagnsveitum til að reyna að fá mig til að skipta um fyrirtæki. Þetta fólk talar yfirleitt mjög bjagaða ensku og er oft hálf dónalegt finnst manni. Reyndar gæti það bara verið afþví að þetta fólk er yfirleitt frá Indlandi og þar kemur fólk öðruvísi fyrir. Þá meina ég það ekki á racistalegan hátt. Já maður verður sko ekki einmanna þegar maður er heima yfir daginn. Ég setti mig á svona "do not call" lista fyrir nokkru síðan. Síðan þá hefur svona sölufólk alveg hætt að hringja í okkur en mér finnst nú reyndar ég vera að fá meira af fólki sem kemur og bankar á hurðina hjá manni í staðinn. Ég er með svona skilti á póstkassanaum hjá mér "No Advertising Material" afþví mér finnst svo pirrandi að fá bunka af einhverjum bæklingum frá matvöruverslunum. Svona skilti virka sko. Veit ekki hvort að er hægt að fá svona á Íslandi. Ég er að pæla í að fá skilti á hurðina hjá mér sem segir "No Indian sales people please". Veit ekki hvort að svoleiðis skilti eru til og ég yrði kannski talin vera racisti eða þannig. Ég er það ekki í alvörunni. Ég á marga Indverska vini. Ok kannski ekki marga. Hver man samt ekki eftir honum vini mínum Manish sem bjó við hliðina á okkur í Lal Lal Stræti. Hann er reyndar frá Nepal.....en það er þarna við hliðina einhverstaðar.

Já annars er ég bara búin að vera lasin með hálsbólgu og kvef. Er orðin góð núna samt. Sem betur fer varð Freyja ekkert lasin. Hún fékk smá kvef en ekkert sem angraði hana. Svo fann ég fyrstu tönnina hjá henni um daginn :) Tönn að koma í neðri gómi. Núna þarf maður að fara að kaupa tannbursta.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað er fólk að segjast ætla að byrja að blogga aftur og skrifar svo bara örfáar færslur???

Þetta á líka við um litlu sis.

kv
Erla (sem vantar fleiri blogg til að lesa)

Nafnlaus sagði...

Það er hægt að fá svona merkingu í símaskránna og á póstkassann hér líka! :)

Bkv.
MMG