mánudagur, apríl 13

GLEÐILEGA PÁSKA

Jú ég er víst búin að vera voðalega löt að skrifa hérna. En í dag eru 50 dagar þangað til við komum til Íslands. Reyndar eru bara 45 dagar þangað til við leggjum af stað og Freyja fer í sína fyrstu flugferð, en flugið tekur heilan dag og svo verðum við 4 daga í London hjá Toni, Carel og Ruby. Ruby á einmitt afmæli 31.maí þegar við verðum þar og hún verður 2 ára. Ég býst við að helmingurinn af farangrinum okkar verði afmælisgjafir frá fjölskyldunni handa Ruby.

Já okkur er byrjað að hlakka svolítið til að fara. Það verður frábært að hitta alla og örugglega frekar skrýtið líka því ég hef ekki hitt flesta í rúmlega 3 ár. Patrick er búinn að ákveða að kíkja til Írlands fyrstu vikuna sem ég og Freyja verðum á Íslandi. Hann mun sem sagt ekki fljúga með okkur til Íslands, heldur fer hann bara með okkur á flugvöllinn og flýgur svo sjálfur til Shannon á Írlandi. Hann kemur svo til Íslands 6 dögum seinna.

Já svo erum við búin að plana Vestfjarðarferð. Ég og Erla siss bókuðum gistingu um daginn. Föttuðum nefnilega að það væri allt að verða upppantað þarna uppfrá. Gistum 2 nætur á Látrabjargi og 3 nætur á Ísafirði. Vonum bara að við fáum fínt veður. Eftir það verður farið á Blönduós og gist 4 nætur þar sem að öll stórfjölskyldan ætlar að hittast í grilli. Hlökkum okkur mikið til þess. Svo er aldrei að vita nema að maður skreppi til Akureyrar. Sjáum til með það.

Já þetta eru svona aðalplönin hjá okkur. Við ætlum nú svo líka að gera eitthvað skemmtilegt með honum pabba og svo þarf maður nú að hitta alla. Verðum að plana nokkra hittinga.

Annars vil ég bara óska öllum gleðilegra páska. Það er víst annar í páskum í dag og ég held áfram að narta í páskahéran minn. Reyndar eru þetta kallaðar kanínur hérna ekki hérar. Hérna er páskakanínan (Easter Bunny) svipuð og jólasveinninn. Kanínar kemur um nóttina og dreifir páskaeggjum út um allt. Felur þau um allt hús og garðinn ef veður leyfir.

...svo má ég ekki gleyma að óska henni Erlu systur minni til hamingju með afmælið í dag. Hún er víst 26 ára í dag. Já hún er að komast hættulega nálægt þrítugu stelpan. Vona að þú hafir það gott í dag!

Ps. Ég veit ekki hvað er í gangi með letrið hérna. Það er allt út um allt og ég get ekki breytt því.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá blogg frá þér aftur.
kv.
mamma