mánudagur, september 15

Jú ég er enn hér. Komin 38 vikur og 4 daga á leið en ekkert að gerast. Ég læt mér bara leiðast heima fyrir....mér leiðist nú samt ekkert voðalega. Alltaf eitthvað hægt að dunda sér, svo er maður svo hægur á sér að það tekur mann helmingi lengri tíma að gera allt sem þýðir að dagurinn er búinn áður en maður veit af því.

Hér eru myndir af barnaherberginu okkar. Ég bjó meira segja um rúmið, meira svona í gamni mínu þar sem við munum nú örugglega ekki nota það alveg strax. Finnst bara fínna og meira kósý að hafa búið um það. Við erum reyndar ekki með sæng á því en munum nú fá okkur sæng aðeins seinna. Svo set ég hér líka mynd af hvítu vöggunni sem er inní okkar svefnherbergi. Setti lak á hana og svoleiðis en verð nú með aðra hlýrri ábreiðu þar sem að næturnar eru enn frekar kaldar. Já nú vantar bara að krílið láti sjá sig!


Já annars er búið að vera svo rosa fínt vorveður hérna síðustu dagana. Rúmlega 20 stiga hita og sól. Maður sat bara úti á verönd í blíðunni og naut veðursins. Það var bara eins og allt í einu væri veturinn búinn...en nei nei það er komið brjálað veður hérna í dag. Rok og rigning og sko engin 20 stig, heldur kannski 12-13 stig. Það er nú samt varla hægt að kvarta undan rigningu hér því það vantar alltaf rigningu, svo á nú að hlýna aftur þannig að það er kannski að koma vor eftir allt saman enda kominn miður september.

Svo er að koma hérna svona 'handyman' til okkar í fyrramálið að klára fyrir okkur eldhúsið. Við erum búin að vera að fikta eitthvað til í því (eða Patrick er búin að vera að því og ég sit og skipa honum fyrir) en við ákváðum að það væri betra að fá reyndan mann í þetta þar sem á enn eftir að setja upp flísarnar og ganga frá hornunum þar sem veggirnir og loftið mætast. Ætti varla að taka hann mikið lengur en dag að ganga frá þessu fyrir okkur. Já nú hefði nú verið gott að hafa hann pabba hjá okkur til að klára þetta af. Vildi að svona handlægni væri í genunum en ég held að ég hafi ekki erft handlægni föður míns því einhvernveginn kann ég ekkert að smíða eða laga hluti. Ég er meira að segja hálf hrædd við að meðhöndla tól og tæki og get ekki sagað í beinni línu....ekki að ég sé búin að vera að reyna mikið af því í mínu standi. Allaveganna þá ætti þetta allt að klárast í þessari viku og ekki seinna vænna.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ooohhh en sætt:)
Njóttu nú síðustu daga meðgöngunnar og hvíldu þig með tærnar upp í loft

Bestu kveðjur frá Baunalandi
Ásta Björk

Nafnlaus sagði...

En sætt barnaherbergið : )

Kv. Sólveig.

Nafnlaus sagði...

Ótrúleg krúttaralegt barnaherbergi.
Mig langar svo að kíkja í heimsókn til ykkar.

Nafnlaus sagði...

Sæl Olga....
Voðalega er herbergið orðið flott hjá þér/ykkur. Hlakka til að sjá nýjann fjölskyldumeðlim fljótlega. Gangi þér vel. Kv.Vala og co.