fimmtudagur, september 18

Ég sit bara hér ein í koti mínu og leik mér í tölvunni eða les slúðublöð sem að Claire kemur með á nokkura daga fresti. Ég veit sko meira núna hvað er að gerast í hollywood heldur en Perez Hilton. Nei ekki Paris Hilton....ef þið hafið ekki heyrt um hann Perez Hilton þá eru þið greinilega ekki að lesa nóg af þessum blöðum. Það var heilt blað um fræga fólkið og hvernig það kom sér í form eftir að hafa eignast barn. Katie Holmes borðaði bara súpu og hrátt brokkolí í 3 mánuði og Jennifer Lopez fór í ræktina á hverjum degi. Það er greinilegt að þessar konur eru ekki að gefa brjóst og ekki get ég ímyndað mér að maður fái nægja orku af súpu og brokkolí þegar maður er með lítið barn og þjáist af svefnleysi. Já þetta hollywood líf virðist alltaf verða meira og meira óraunveruleikakennt.

Annars skruppum við til Melbourne á þriðjudaginn. Patrick tók sér frí úr vinnunni. Við kíktum aðeins í búðir og keyptum föt á Patrick, svo fórum við í IKEA og keyptum nokkra smáhluti frá þeim. Fengum okkur svo að borða og héldum heim á leið. Á meðan var hér hann 'Bob the Builder' að gera klárt eldhúsið hjá okkur. Jú hann heitir Bob. Það reyndar tók hann 2 daga að klára þetta, ekki 1 eins og ég hélt. Við eigum reyndar enn eftir að mála. Veit ekki hvort það tekst áður en krílið lætur sjá sig. Ég er núna komin 39 vikur á leið. Fer til ljósmóður og læknis næsta miðvikudag (verð þá næstum komin 40 vikur). Ég býst við að ef barnið lætur ekki sjá sig fyrir það að ég verði sett af stað fljótlega eftir það þar sem að barnið er í stærra lagi. Annars kemur það í ljós í næstu viku hvað verður.

Hún Tinna ætlaði að setja gjafir í póst til mín á mánudaginn. Ég ætti að fá böggul í dag þá ef að Tinna hefur nennt að koma þessu á pósthús til mín. Hvar er lakkrísinn minn Tinna? Jú hún systir mín fékk ferðatöskuna sína á endanum. Þurfti að bíða í 2 daga held ég og svo var komið með töskuna heim að dyrum með formlegri afsökunarbeiðni frá flugfélaginu. Annars hefur hún það bara fínt þarna uppi í Port Douglas. Hiti og sól flesta daga, eitthvað annað en hérna í Ballarat.

Engin ummæli: