miðvikudagur, september 24

40 vikur á morgunn! Fórum í skoðun upp á spítala í morgun til ljósmóðurs og læknis. Allt í fínu lagi hjá mér. Blóðþrýstingurinn aðeins í hærra lagi en ekkert til að hafa áhyggjur af. Þau ætla ekkert að flýta sér að setja mig á stað ef krílið kemur ekki á næstu dögum. Það er víst siður upp á spítala að bíða í allt upp að 2 vikum eftir settan dag (það er víst eitthvað misjafnt eftir spítölum). Ég er bókuð í sónar í næstu viku til að tékka á legvatninu og svona (ef að ég endist það lengi), fer svo til læknis daginn eftir þar sem verður tekin ákvörðun um hvað verður gert. Annars er krílið sko alveg tilbúið og er búið að koma sér í stellingu, enda er þrýstingurinn stundum þannig að maður heldur bara að það sé að reyna að ýta sér út núþegar.

Bróðir hans Patricks var hérna um helgina hjá okkur að setja nýtt rafmagn í húsið. Já það er búið að setja nýja rafmagnsvíra allstaðar þar sem vírarnir voru ansi gamlir og frekar óöruggir. Við keyptum svo nýjar ljósakrónur í öll herbergin fjögur. Reyndar var engin í okkar svefnherbergi og sú sem var í hinu sefnherberginu brotnaði fyrir svolitlu síðan. Bróðir hans Patricks á reyndar eftir að koma aftur (sennilega á föstudaginn) og klára að setja upp ljós og innstungur þar sem það tók frekar langan tíma í að víra allt húsið. Já svo var líka settur upp nýji hitarinn/loftræstingin hjá okkur sem varð að fara fyrir ofan tvöföldu dyrnar í eldhúsið. Við erum svo líka með annan hitara í stofunni en það verður svaka munur að vera með loftræstinu í sumar. Ég mun svo setja fleiri myndir af þessu öllu saman mjög bráðlega.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja þá er 26 sept. runninn upp og hvað segir litli bumbubúinn um það hihihi:) ??E-ð að ske
Kv. Ásta Björk