föstudagur, september 5

Fékk SMS frá Tinnu áðan. Hún er sem sagt komin til Cairns (QLD), reyndar án ferðatösku þar sem hún týndist einhversstaðar á leiðinni. Hún hlýtur nú að koma annaðhvort seinna í dag eða á morgunn. Líklega hefur hún gleymst í London eða farið til Austurríkis eða eitthvert álíka. Hverjir hafa ekki einhverntíman ruglað Australia and Austria saman :P Annars var Tinna bara hress. Ég mun nú sennilega samt ekki sjá hana fyrr en í nóvember. Það verður svo sem ágætt þar sem litla krílið ætti þá að vera orðið nokkra vikna og orðið hlýrra í veðri hérna í Ballarat.

Fyrsti dagurinn minn í dag í fæðingarorlofi :) Gat reyndar ekki sofið út þar sem ég fór til læknis í morgunn. Allt í fínu lagi hjá mér og bumbubúanum. Ég fékk svo nokkurskonar "babyshower" í vinnunni í gær. Fórum mörg út að borða í hádeginu og svo þegar við komum til baka þá er hellingur af gjöfum á borði við hliðina á skrifborðinu mínu. Ég átti sko ekki von á því. Fékk allskonar gjafir eins og: leikföng, bangsa, föt, myndaalbúm, lítið teppi í vagninn, rúmföt, pela, snuddur, súkkulaði og fótanuddstæki handa mér með allskonar kremum. Ég var búin að vera að kvarta yfir bólgnum fótum í vinnunni...hahaha. Já alveg frábært fólk sem að vinnur með manni hjá IBM. Ég á sko pottþétt eftir að sakna vinnufélaganna meðan ég er í "fríi". Ég er ekki enn búin að ákveða hvað ég verð lengi í fríi. Ég setti inn fyrir 9 mánuði en ég má taka upp að 12 mánuðum. Ég get svo alltaf breytt því. Reyndar fær maður bara 3 mánuði á fullum launum þó er ríkisstjórnin sennilega að fara að breyta því, þannig að maður fái kannski 6 mánuði á fullum launum (eða 12m á hálfum launum). Það væri nú auðvitað algjör lúxus.

Annars hef ég það bara mjög gott. Get ekki kvartað undan neinu. Er ekki einu sinni með bakverki og sef bara mjög vel. Maður er alltaf að lesa að þegar konur eru komnar rúmlega 37 vikur að þær séu komnar með nóg, en ég er eiginlega að vona að krílið bíði í svona 2 vikur í viðbót svo ég fái smá hvíldartíma og geti dundað mér hérna heima við aðeins.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ,

Svei, mér þá - þetta eru aldeilis hugulsamir samstarfsfélagar sem þú átt þarna hjá IMB.

Nú fer spennan heldur betur að magnast. Þú verður að vera dugleg að setja myndir inn á barnalandssíðuna!

Hilsen,
Magga

Nafnlaus sagði...

IBM - átti þetta að vera! ;)

Hilsen,
Magga