sunnudagur, ágúst 31

Ok hérna koma myndir af eldhúsinu okkar eins og það lítur út núna. Það er auðvitað ekki alveg tilbúið. Reyndar keyptum við flísar til að setja á veggina í dag. Hvítar flísar. Þannig það á eftir að setja þær upp og gera fínt í kringum hellurnar í arininum. Svo kemur vonandi bróðir hans Patricks í vikunni til að setja innstungurnar á og svona. Svo á bara eftir að mála veggina. Já þetta er allt að koma hjá okkur enda ekki seinna vænna. Krílið á að koma í heiminn eftir 3 1/2 viku ef það kemur á settum tíma. Við erum allavega búin að gera barnaherbergið tilbúið þó að litla krílið fari nú ekki þangað inn alveg strax. Svo er ruggurúmið (vaggan) komin inn í okkar herbergi. Ég var svo að þvo barnaföt og lök og svona í dag. Reyna að gera allt tilbúið. Svo byrjaði ég að pakka niður í tösku fyrir spítalann. Já spennó spennó!

Já og svo á ég bara eftir að vinna 4 daga í viðbót. Þá verð ég komin í fæðingarorlof! Ég held svei mér að ég eigi eftir að sakna vinnunnar eða kannski meira vinnufélaganna en það verður nú fínt að vera komin í frí.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er rosalega flott hjá ykkur.

Þvílíkur lúxus, mér sýndist ég sjá efri skápa, uppþvottavél og opnanlegan glugga!

Bara allur pakkinn!

Nafnlaus sagði...

Til lukku með nýja eldhúsið:)flott

Já svo fer litla krílið á láta sjá sig spennó spennó styttist óðum í þetta hjá ykkur;)
Gangi ykkur vel
kv. frá Baunalandi

Nafnlaus sagði...

Flott eldhúsið ykkar : )

Sólveig.

Nafnlaus sagði...

Vá hvað er orðið fínt hjá ykkur! Gangi ykkur allt í haginn með litla krílið og hlakka til að sjá myndir af því!

Helga og Keith.

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ,

Svaka flott eldhúsið ykkar! Allt að smella saman greinilega!

Olga, ég bara vissi ekki að þú værir svona rosalega skipulögð, barasta búin að pakka ofan í tösku fyrir spítalann! hehehe

Gangi ykkur allt í haginn. :)

Kv.
Magga