laugardagur, ágúst 23

Fylgdist með handboltanum í gær, eins og hægt var. Leikurinn var ekki sýndur hér og þegar ég ætlaði að horfa á hann á ruv.is þá var RÚV með einhverja tæknierfiðleika. Ekki hægt að horfa eða hlusta á leikinn hjá þeim. Ég varð sem sagt bara að fá update í gegnum gamla góða Moggann, mbl.is, þar sem var lýst frá leiknum í einskonar blogg formi á mínútu fresti. Íslendingar sigruðu Spánverja auðveldlega og núna býður maður spenntur eftir leiknum á morgunn, Ísland v Frakkland. Þessi leikur verður í beinni útsendingu hérna á einni sjónvarpstöðinni. Ekki smá duglegir þessir handboltastrákar, pottþétt komnir með silfur og góður séns á gulli!!! Það er ekki oft sem að maður getur verið svona stoltur af íslensku íþróttafólki. ÁFRAM ÍSLAND!!!

Við erum svo komin með splunkunýtt eldhús. Voða flott finnst okkur. Það á reyndar eftir að flísaleggja fyrir fyrir ofan borðplötuna og svona. Líka eftir að mála veggina en það er ekki smá munur að vera loksins komin með eldhús sem er með ekta skápum. Maður ætti að koma öllu fyrir í þetta eldhús. Svo kemur eldavélin og hellurnar mjög vel út í arininum. Ég lofa að setja myndir af eldhúsinu hérna á næstu dögum. Veit ekki hvenær verður búið að setja upp flísar og svona en ég set kannski bara myndir hérna áður en þær verða komnar upp.

Patrick skrapp til Melbourne í dag að vinna þar í garði. Þrjár systur hans Patricks komu í heimsókn til mín (Maree, Margie og Claire) og komu með Maureen (tengdó) líka. Þær komu með allskonar góðgæti og svo líka barnarúmföt og teppi. Claire gat svo ekki haldið aftur af sér og þreif fyrir mig alla eldhússkápana og raðaði diskum, skálum og pottum í skápana. Það var voða fínt enda ætlaði ég nú ekki að reyna að þrífa efri skápana, ætlaði að láta Patrick gera það á morgunn. Núna er sko hægt að fara að gera fínt í barnaherberginu þar sem það er hægt að færa allt eldhúsdótið þaðan inn í eldhús.

Patrick og ég ætlum svo að fara í smá verslunarleiðangur í fyrramálið. Okkur vanta dýnu fyrir vögguna. Vona að það verði ekki vesen að finna dýnu fyrir hana. Það er allstaðar hægt að fá dýnur fyrir rimlarúm en það er aðeins erfiðara að finna vöggudýnur held ég, sérstaklega hér í Ballarat. Okkur vantar svo líka að kaupa, Rimlarúm, bað, skiptidýnu, bleyjur, bleyjutösku, náttljós (af því það er ekki lampi í hergerginu okkar) og nokkra smáhluti. Já maður vill nú fara að gera allt tilbúið. Maður komin rúmlega 35 vikur á leið og orðin rosalega bústin. Ég er búin að þyngjast um ein 16 kíló!!!! Ég er nú reyndar voða lítið búin að fitna sjálf (kannski um 5 kíló). Hin kílóin eru í bumbunni. Maður ætti nú þá að léttast rosalega eftir fæðinguna..hehe.

Annars er ég enn að vinna. Verð sennilega að vinna í 2 vikur (tæplega) í viðbót áður en ég fer í frí.

Það fer svo að styttast í að hún Tinna komi til Ástralíu. Ég er að reyna að hugsa upp eitthvað sem hún getur komið með handa mér. Það eina sem mér hefur dottið í hug er siríus súkkulaði og lakkrís. Annars væri ég nú alveg til í að hún kæmi með fullt af íslenskum mat en það má víst ekki koma með neitt svoleiðis hingað til lands.

Jæja, Patrick hringdi og hann verður komin heim eftir svona hálftíma. Best að finna eitthvað handa okkur að borða. Við getum reyndar ekki notað ofninn þar sem að það er ekki búið að tengja hann við rafmagn (vanta líka að tengja innstungurnar) en við getum notað hellurnar þar sem þær eru gashellur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er svo gaman að geta kíkt hérna inn og fylgst með ykkur. Gangi þér nú vel í fæðingunni. Kveðjur frá Selmu

Nafnlaus sagði...

Maður bíður spenntur eftir að sjá litla krílið, vonandi gengurðu ekki mikið með framyfir!!

Sólveig.