sunnudagur, ágúst 17

Já við erum enn í eldhússtússi. Manni finnst þetta ætli að taka að eilífu en maður sér nú annað fólk í kringum sig sem er að gera upp sín hús og þetta virðist allt nú taka sinn tíma. Allaveganna þá kemur eldhúsið á morgunn og ætti vonandi að vera allt komið upp á miðvikudag. Þá á bara eftir að mála og setja upp flísar. Þannig að það ætti að vera búandi hérna þegar ég verð loks komin í frí, eftir tæplega 3 vikur. Maður bara vonar að litla krílið láti ekki sjá sig alveg strax. Langar svona að gera meira tilbúið hérna hjá okkur. Fór til læknis í vikunni sem að sagði að krílið væri í stærra lagi. Ekkert ofurvaxið samt, bara stærra en meðallagið sem að gæti þýtt að það er bara akkúrat í meðallagi á Íslandi þar sem íslensk börn eru nú að meðatali stærri en þau áströlsku.

Já svo er hún Tinna systir á leiðinni til Ástralíu. Kemur til landsins í byrjun September en ætlar nú víst fyrst upp til QLD, þannig að hún kemur að heimsækja okkur sennilega í Nóvember. Það verður nú rosa gaman að sjá hana. Litla krílið ætti þá að verða um 6-8 vikna og Tinna verður örugglega fín barnapía.

Jæja ég ætla að setja kjúkling í ofninn. Það eina sem við getum notað í eldhúsinu er ofninn og örbylgjuofninn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er sko ekki að fara að skipta á bleyjum! ;)