miðvikudagur, júlí 23

Fórum á okkar síðasta fæðingarnámskeið í gær. Núna ætti maður sko að vera klár í slaginn hehe, kann að skipta um bleyju, anda í fæðingunni og veit hvað maður á að bíða lengi þangað til maður fer á spítalann. Já maður var látinn skipta um bleyju á dúkku og þurfti að setja hana í föt, reyndar voru það aðallega mennirnir sem voru látnir gera þetta og svo var farið í rölt um fæðingardeildina á spítalanum. Mér fannst nú voða rólegt á þessari deild. Engin í fæðingarherbergjunum. Það er vonandi að það verði svona rólegt þegar verður komið að manni sjálfum að eiga. Það eru 2 "fjölskylduherbergi" þarna sem er hægt er að biðja um en það er sem sagt bara fyrstir koma, fyrstir fá. Þessi herbergi eru sennilega svipuð og í Hreiðrinu á Íslandi. Maður er í herberginu í 24 tíma með makanum þar sem þar er hjónarúm og fyrir utan lítið eldhús. Annars litu hin fæðingarherbergin ekkert illa út en þegar maður er búin að fæða þar þá er maður fluttur í annað herbergi sem maður verður yfirleitt að vera í með annarri konu. Reyndar eru einstaklingsherbergi þarna líka en maður verður að borga fyrir þau. Já það eru nú reyndar enn 9 vikur sirka í þetta, sem betur fer þar sem húsið okkar er í hálfgerðu rústi ennþá. Erum að vona að eldhúsið verði komið upp eftir svona 3 vikur. Gæti orðið fyrr en maður vill ekki gera sig of spenntan. Já þegar eldhúsið verður loksins komið að þá er hægt að fara að plana barnaherbergið. Það þarf nú reyndar ekkert mikið að gera, bara punta það aðeins.

Ég veit að fólk er að bíða rosa spennt eftir myndum af húsinu okkar...hehe.
Svona lítur eldhúsið okkar út eins og er.....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er að fíla hurðina ykkar.

Er orðin spennt að koma að sjá þetta allt hjá ykkur!

Nafnlaus sagði...

úú...verður gaman að sjá þetta þegar eldhúsið er fullklárað : )

Kv Sólveig.