laugardagur, júlí 12

Þá er maður komin í samband við umheiminn aftur. Tölvan okkar fylltist af vírusum og er búin að vera í 'viðgerð' hjá IBM. Ákvað að láta bara taka allt af fartölvunni og er svo líka komin með ADSL núna þannig að maður er sko komin með svaka gott 'setup'.

Annars er maður bara að verða feitari og feitari þó an annars hafi maður það bara gott. Við fórum á svona fæðingarnámskeið um daginn. Förum á þetta í fjögur kvöld. Þetta er á spítalanum og fyrsta námskeiðið var aðallega um æfingar og svoleiðis sem er gott að gera fyrir og eftir fæðingu. Já aðeins 11 vikur eftir!

Við erum svo búin að panta nýja eldhúsinnréttingu. Ætti vonandi að vera komin upp eftir svona 4 vikur. Erum svo að fara að velja ljós í eldhúsið á morgunn vonandi. Reyndar ætlar bróðir hans Patricks að koma á morgun og gera rafmagnsvírana tilbúna fyrir eldhúsið.

Annars er bara skítakuldi hér. Snjóaði um daginn og í dag er hífandi rok. Ég gat reyndar sett þvott út á snúru af því að það var nú ekki rigning en það lá við að hann fyki nú af snúrunni. Reyndar þornar ekkert almennilega úti þar sem það er svo kalt. Það eru reyndar þvottahús hér þar sem maður getur sett þvott í þurrkara fyrir smá klink (fyrir þá sem hafa ekki þurrkara heima).

Annars er voða lítið annað að gerast um helgina. Höfum ekki enn getað tekið barnaherbergið almennilega í gegn þar sem að það er enn fullt af eldhúsdóti. Reyndar mun litla krílið sennilega bara vera inni hjá okkur svona fyrstu mánuðina í svona nokkurskonar vöggu.

Frétti svo að hún litla systir mín hefði skroppið til Kanarí um daginn. Svaka kósý bara hjá henni. Hin systir mín útskrifaðist úr bændaskólanum á Hvanneyri. Nei ekki sem bóndi, heldur sem umhverfisfræðingur (eða náttúrufræðingur). Hvenær á svo að koma að heimsækja mann stelpur?

Jæja ég ætla þá bara að sitja fyrir framan hitaran í kvöld. Það er ekki ennþá búið að setja upp nýja hitarann/loftræstinguna okkar þar sem það verður að gifsa veggina fyrst....sem mun nú verða fljótlega þar sem þeir verða að vera gifsaðir áður en eldhúsinnréttingin verður sett upp.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

11 vikur eftir... vá hvað tíminn líður hratt. Kannski ekki fyrir ykkur hjónin samt ;)
Það hefur nú alltaf verið minn draumur að koma til Ástralíu, væri nú ekki leiðinlegt að heimsækja ykkur einhvern daginn ;)
Hafðu það annars gott á þessum seinustu vikum meögöngunnar
Bestu kveðjur, Þóra

Nafnlaus sagði...

va þetta fer að styttast : )

Kv. Sólveig.