
Já svo er páskahelgi hér eins og annars staðar. Við ætlum bara að eyða helginni mest hér heima. Baðherbergið okkar er alveg að verða tilbúið og við ætlum að mála það. Það verður svo klárað á þriðjudaginn. Það á eftir að setja sturtuhausinn og sturtuglerið á baðið og svona smá smotterí. Ég lofa að setja myndir af því hér mjög fljótlega.
Svo er líka brúðkaupsafmælið okkar á Páskadag :) 6 ára afmæli. Ætlum nú ekki að gera mikið nema að fara út að borða á laugardeginum þar sem ég er svo að plana að elda páskasteik á sunnudaginn. Við förum nú svo og hittum fjölskylduna hans Patricks á sunnudaginn. Það er siður að hittast öll í garði og borða hádegismat og páskaegg.
G L E Ð I L E G A P Á S K A!
8 ummæli:
Vá, glæsilegt :) Innilega til hamingju með tilvonandi erfinga :)
Sæl frænka,
Innilega til hamingju! Hlakka til að fylgjast með hérna fyrst ég fann þig :)
Kveðja,
Ása Björg frænka
æ en æðislegt : ) Innilega til hamingju, þú verður að leyfa manni að fylgjast með óléttunni og vera dugleg að setja inn myndir og sona þegar á líður, líka fyrst þú ert sona langt í burtu frá manni að þá verður maður að fá að fylgjast með úr fjarlægð : )
Geggjað,
Kv. Sólveig.
Hæ og innilega til hamingju með litla bumbubúann.
Gangi ykkur rosalega vel
kv. Þóra
Hæhæ
Innilegar hamingjuóskir.
kv. Hanna :)
Innilega til hamingju með bumbubúann ;)
hlakka til að heyra meira og sjá fleiri myndir :)
kv Arna
Innilega til hamingju elsku Olga og Patrick með litla barnið!
Kærar kveðjur,
Helga og Keith.
Til hamingju!!! Varð nú að kíkja um leið á bloggið þitt þegar ég sá að þú hefðir litið inn á Barnaland. En spennandi að búa í Ástralíu!!! Gefðu mér endilega lykilorðið inn á þína síðu á Barnalandi. Rosa gaman að þú skildir "rekast" á mig.
Kveðjur frá Selmu Björk í Svíþjóð
Skrifa ummæli