mánudagur, mars 31


Já þá er baðherbergisstússið hjá okkur að mestu búið og ég búin að setja myndir af þessu hérna
Næst er að taka borðstofuna og eldhúsið í gegn. Rosa gaman að þessu.

Annars keypti ég mér fyrstu bollubuxurnar í dag. Ekki kannski alveg óléttubuxur en svona buxur með teygju í mittið sem er nú samt nógu fínar í að nota í vinnuna. Þær eru líka so rosalega þægilegar. Langaði helst bara að labba í þeim út úr búðinni þar sem ég mátaði þær. Búin að ganga í of þröngum buxum síðustu 3 vikurnar. Annars er ég nú ekki komin með neina kúlu sko þetta er nú bara allt saman fita enda er ég alltaf svöng. Ætli ég eigi ekki eftir að fitna um algjör ósköp ef þessi hungurtilfinning á eftir að halda áfram.

Jæja þá ætlar maður að fara að horfa á Desperate Housewifes og sjá hvað er að gerast á Wisteria Lane.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Algjört æði

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með bumbubúann bæði tvö:)
Það verður gaman að fá að fylgjast með:)

Gangi ykkur rosa vel
Bestu kveðjur frá okkur í Árósum
Ásta Björk & Ivar

Nafnlaus sagði...

Vá!!!

Baðherbergið lítur alveg rosa vel út.

Hlakka bara til að koma og fara í bað hjá þér.

Nafnlaus sagði...

mjög flott..um að gera að gera allt svaka fínt fyrir komu erfðaprinsins : )

Sólveig.

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.