þriðjudagur, febrúar 19

Ok hef ekki skrifað í svoldin langan tíma. Það er svo lítið búið að gerast hjá mér :P
Tinna var hjá mér í 10 daga. Við fórum til Melbourne og gistum á lúxus hóteli (þó að við fengum minnsta herbergið). Eyddum svo heilum degi í búðarrápi þangað til við þurftum virkilega á hvíld að halda og settumst niður í bíói. Sáum 'American Gangster'.

Daginn eftir kíktum við í hverfi sem heitir St Kilda og fengum okkur morgunmat og keyptum okkur sumarkjóla. Lágum síðan á ströndinni það sem eftir var dags, eða þangað til við ákváðum að taka lestina aftur til Ballarats.

Svo leigðum við bíl í einn dag fórum við nú aðeins niður í strandarbæinn Torquay or Geelong sem var fjör, nema að það var skýjað og ekki alveg besta strandarveður sem hægt er að fá.

Núna þegar Tinna er flogin upp til Port Douglas þá er sko búið að vera sól og hiti hérna, enda febrúar búinn að vera óvenju kaldur hér í Ballarat. Þetta er yfirleitt heitasti mánuðurinn.

Já svo erum við byrjuð að gera upp baðherbergið okkar. Patrick er búin að rífa upp gólfdúkinn og veggklæðninguna. Við erum svo búin að panta nýtt bað, klósett, vask og heitavatns miðstöð. Keyptum baðherbergisskáp fyrir vaskinn um daginn og spegil. Síðan erum við að fara að velja flísar á morgunn. Þetta er jú voða skemmtilegt allt. Vona bara að þetta komi ágætlega út. Það getur nú samt pottþétt ekki orðið verra en það var...hahaha. Ég set svo inn hér myndir af þessu (before/after).

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Verst að geta ekki komið og hjálpað.
Kv. pabbi

Nafnlaus sagði...

Hlakka til að sja "fyrir & eftir" myndir:)
Kv.Ásta Björk

Olga sagði...

Ég get splæst á þig flugi pabbi? Hvað segiru með í næstu viku? Verðuru ekki bara fegin að fá smá frí frá Arkís :)

Nafnlaus sagði...

Vei hlakka til að sjá það : )

Sólveig.