laugardagur, febrúar 23

Loksins komin helgi. Ætlaði að sofa út í morgun en vaknaði þá auðvitað um 8 leytið og fór á fætur. Það er nú ekki það slæmt um helgar samt. Gerir daginn lengri.
Annars ætla ég að verða rosa "Italiano" í dag og búa til mína eigin tómatsósu. Við erum með 3 tómatplöntur útí garði (ein reyndar cherry tómatar) og þær eru yfirfullar af tómötum. Veit ekki hvað annað ég get gert við alla þessa tómata nema þá að gefa nágrönnunum. Ég hef því ákveðið að búa til tómatsósu og frysta mest af henni og svo að búa til Spínat & Ricotta Canneloni með tómatsósunni minni. Held ég eigi allt í þetta hérna útí garði. Basilika, chilli, steinselja og laukur.

Við erum svo loks búin að velja flísar á baðherbergið og förum vonandi að ná í þær í dag. Þetta eru svona mattar flísar með einhverskonar marmaralúki. Veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þeim. Ég held að það sé erfiðast að velja flísar fyrir svona dæmi. Reyndar var líka svoldið erfitt að finna innréttingu fyrir vaskinn en þetta tókst allt og við erum á góðu róli núna. Erum að pæla hvernig hitara við skildum hafa. Held við getum eiginlega ekki sett hita í gólfið þar sem það er viðargólf. Ég hef reyndar verið að pæla að vera bara með svona handklæðahitara á veggnum svo maður geti alltaf fengið heitt handklæði og svo á þeim dögum þegar það er rosa kalt að setja bara lítinn viftu-hitara í samband þarna inni. Við eigum einn svoleiðis núþegar. Maður vonandi þarf hann bara þegar er frost :) Ætlum svo að setja einangrun í veggina þar sem við þurfum hvort sem er að skipta um innanhúsklæðningu. Það er núþegar svona "álpappírs" einangrun í loftinu, sem að ég held að sé nú reyndar meira til að halda hitanum úti á sumrin.

Já svo er ég búin að vera í sambandi við hana Tinnu. Það fer bara vel um hana þarna uppfrá. Held hún láti kannski fara aðeins of vel um sig þarna þar sem hún er strax orðin þekkt sem stelpan sem sefur rosa mikið.

Já það er ekki það mikið annað að gerast hjá okkur þessa helgina. Við fórum reyndar út að borða í gærkvöldi með systur hans Patricks, Claire og föðurbróður Patricks sem er 79 ára gamall. Hann er kallaður Uncle Hughie og býr í Tasmaníu. Er hérna í 2 vikur í heimsókn og er bara rosa sprækur kallinn. Stundum eiginlega of sprækur. Maður verður hálf uppgefin að vera með honum í heilan dag. Held að það sé eitthvað ofvirknis-gen í O'Halloran fjölskyldunni. Er viss um að Erla og Tinna eru sammála mér eftir að hafa hitt fjölskylduna nokkrum sinnum :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dísús væri ég til í að hafa svona grænmeti og matjurtir í garðinum mínum?? Ójá alger snilld, en hvernig gekk tómatsósugerðin??

KVeðja frá Baunalandi,
Ásta Björk