miðvikudagur, febrúar 6

Þá er hún Tinna systir komin til mín. Kom á laugardaginn. Ég er svo komin í frí núna úr vinnunni. Mjög gott. Annars fórum við í leikhús í Melbourne á sunnudeginum. Sáum 'Priscilla Queen of the Desert'. Sem var mjög fjörugur og litríkur söngleikur. Svona næstum eins og Mardi Gras. Þetta var nú samt mjög skemmtilegt. Svo er hún Tinna bara búin að vera að dunda sér eitthvað á meðan ég er búin að vera að vinna. Við löbbuðum í heimsókn til Maureen í dag og niðrí bæ. Á morgun förum við svo niður á strönd og skoðum okkur um þó að ég haldi reyndar að það verði skýjað. Maður getur þá bara alltaf falið sig í búðum og kaffihúsum.

Jæja maður verður víst að fara að elda eitthvað ofaní hana Tinnu. Spaghetti Bolognese kannski. Ætlaði að grilla en Tinna kom með vetrarveðrið með sér og það er rigning úti.

Engin ummæli: