sunnudagur, janúar 27

Löng helgi hér. Ástralíudagur var í gær og afþví að hvað hann lenti á ólukkulegum degi (laugardegi) þá fær maður i staðinn frí á mánudeginum :) Við gerðum nú ekki mikið á þessum degi. Kíktum aðeins á pöbb um kvöldið og svo á flugeldasýningu hér í Ballarat.

Maureen (tengdó) var svo hjá okkur mest allan daginn í dag. Ég eldaði hádegismat á grillinu og svo sátum við úti og nutum góða veðursins. Maureen var bara mjög góð. Mun hressari núna heldur en fyrir nokkrum vikum síðan.

Við erum svo bara að horfa á opna mótið í Tennis í kvöld. Tsonga v. Djokovic.

Svo eru bara rúmlega 8 dagar þangað til hún Tinna verður komin til mín :) ...ekki að maður sé neitt að telja niður.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Olga og Patrick!!! Alltaf svo gaman að kíkja á bloggið þitt. Vá hvað hlýtur að vera gott að hafa bara sól og sumar núna, hér er margra stiga frost og snjór! Bestu kveðjur frá Íslandi, Keith er kominn til landsins!

Helga og Keith.