Bobby Fisher og Heith Ledger

Jú það var sko í öllum fréttum hér að Bobby Fisher hafi dáið á Íslandi en auðvitað ekki eins mikið og er búið að vera í fréttunum í dag að Heith Ledger hafi dáið af of stórum lyjfaskammti í New York. Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst nú sorglegra að hann Heith hafi dáið enda ágætur leikari og jafngamall mér.
Jæja í léttari dúr. Það eru núna bara 10 dagar þangað til að hún Tinna litla systir verður komin til mín. Já það er smá spenningur komin í mann þó að hún ætli nú víst bara að vera hjá mér í 10 daga og fljúga svo upp til Cairns. Víst eitthvað skemmtilegra fólk sem býr þar uppi. Hei Tinna! Ég sá líka þessi ódyru fargjöld til Cairns hja Virgin flugfélaginu. Kíktu á þetta!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli