
Ég óska öllum Gleðilegs Nýs árs og takk fyrir allt liðið og gott. Vona að 2008 verði gott ár fyrir alla.
Árið 2007 í hnotskurn:
- JANÚAR - Skruppum til Melbourne á Ástralíudegi og fengum þær fréttir að Toni og Carel ættu von á barni.
- FEBRÚAR - Fórum í húsaleiðangur og fundum lítin sætan kofa í Ascot Street.
- MARS - Keyptum litla sæta kofan og fluttum á Ascot Street.
- APRÍL - Páskar
- MAÍ - Ballarat veturinn byrjar
- JÚNÍ - Erla og Tinna komu í heimsókn til okkar. Toni og Carel eignuðust litla stelpu, Ruby.
- JÚLÍ - Erla og Tinna ennþá hjá mér og við fórum meðal annars til QLD.
- ÁGÚST - Ég varð 28 ára.
- SEPTEMBER - Frekar óviðburðaríkur mánuður. Fór mest í vinnu, þrif og bókalestur.
- OKTÓBER - Nokkur partý og svo kom fyrsti almenni sumardagurinn.
- NÓVEMBER - Jólagjafainnkaup á fullu og Tinna tilkynnir að hún sé að koma í aðra heimsókn til mín. Fréttum að Magnús frændi og Ingibjörg eigi von á barni.
- DESEMBER - Húsið hennar Maureen selt og hún flutt á elliheimili. Ástralía fékk nýjan forsætisráðherra og nýja vinstri stjórn. Fullt af jólaboðum og jólagjöfum. Frétti svo að annar frændi minn hann Gummi Snorri og kærastan hans eigi líka von á barni í vor. Árinu lauk svo hjá okkur í litlum bæ sem heitir Castlemaine með flugeldum og kampavíni.
-->>> 2008 HERE I COME <<<--
2 ummæli:
Gleðilegt Nýtt ár og takk fyrir öll þau gömlu og skemmtilegu :)
Bestu kveðjur frá okkur í Árósum
Ásta Björk & Ívar
Gleðilegt nýtt ár Olga mín ; )
Sólveig.
Skrifa ummæli