Jæja þá er partý bylgjan byrjuð. Ég býst ekki við að það renni af manni fyrr en á næsta ári.
Fór í jólaglögg í gær sem var fínt. Nóg af fríum drykkjum. Ég reyndi nú samt að koma mér heim fyrir sólaruprás þar sem við erum svo að fara í fimmtugsafmæli hjá Christine í kvöld sem ég býst við að verði frekar mikið djamm. Hún heldur þetta á skemmtistað sem heitir 'Rafters'. Svo er næsta helgi uppbókuð líka. Jólaball á föstudeginum hjá IBM og svo annað jólaglögg á sunnudeginum. Helgina eftir það erum við svo boðin í brúðkaup og svo eru bara jólin eftir það sem er auðvitað mesta fylleríið. Það er jú rétt að Áströlum finnst voða gaman að fá sér í glas á jólunum en það er nú yfirleitt reynt að halda aftur af sér á jóladag og ekki drukkið of mikið.
Við vorum annars búin að plana að fara til Suður Ástralíu (Mt Gambier) helgina fyrir jól þar sem ég verð í fríi á föstudeginum og mánudeginum en þar sem að okkur er núna boðið í brúðkaup þá býst ég ekki við að við förum. Þetta er það langt að keyra að maður myndi vilja gista í 2 nætur. Ætli við förum ekki bara á ströndina í staðinn.
Ég held ég baki engar smákökur fyrir þessi jól þar sem ég bara sé varla að ég hafi tíma til þess. Ég er að hugsa um að kaupa svona danskar smákökur í baukum sem ég hef séð að Coles selji.
Annars skreytti ég hjá okkur um síðustu helgi. Rosa sætur jólakofi sem við búum í núna. Ég er líka rosa ánægð að vera með stromp. Jólasveinninn ætti sko pottþétt að koma til okkar!!!! Ég er meira að segja búin að hengja upp tvo stóra jólasokka á arininn. Síðan fer maður að ná í jólatréð okkar. Það er í potti úti í garði. Við vorum með sama tré um jólin í fyrra. Það er búið að vaxa aðeins en ekki mikið þannig að það er enn pínulítið sem er gott þar sem stofan okkar er líka lítil.
4 ummæli:
Hvernig væri að senda manni heimilisfangið hjá þér skvís Svo jólasveinninn viti nú í hvaða stromp hann á að setja jólakortið í:)
kv. Ásta Björk
Já ég sendi þér email með nýja heimilisfanginu okkar. Verður þú heima um jólin eða í DK? Ég á íslenska heimilisfangið hjá þér en ef þið eruð að plana að vera í DK sendu mér það heimilisfang :)
þú verður að taka mynd af jólahúsinu ykkar : )
Sólveig.
Passaðu þig á víninu svo þú verðir ekki að svíninu... ;)
Skrifa ummæli