mánudagur, desember 24

Aðfangadagur í dag. Ég var bara að vakna og er enn að reyna að safna í mig krafti svo ég geti farið að gera eitthvað, eins og að búa til hrísgrjóadessert fyrir kvöldið.
Við vorum í brúðkaupi í gær sem var í Daylesford. 12 of okkur leigðum litlan rútu-bíl afþví að það tekur svona 30-40 mín að keyra þangað. Dagurinn var bara ágætur. Það var svoldið kalt til að byrja með en svo hlýnaði nú aðeins með deginum....kannski var það bara af því að þá var maður aðeins komin í glas...hahaha. Annars passaði maður nú að drekka ekki of mikið enda verður maður nú að vera ferskur fyrir daginn í dag.
Annars er ég sko alveg að fíla þetta kalda blauta veður sem er búið að vera hér síðustu dagana. Ég veit að þetta eru sko ekkert hvít jól. Meira svona græn jól sem að eru nú betri en gul jól. Maður er sko búin að vera með hitarann í gangi síðustu dagana og það er bara búið að vera rok og rigning. Bara svona eins og mörg Reykjavíkurjól. Miklu auðveldara að komast í jólaskap þegar það er brjálað veður úti og maður situr inni og drekkur heitt kakó.

Annars vildi ég bara óska öllum GLEÐILEGRA JÓLA og FARSÆLS KOMANDI ÁRS!!!

Jóla-og nýárskveðja frá Ástralíu,
Olga

Engin ummæli: