Þá er Ástralía búin að fá nýjan forsætisráðherra. Kevin Rudd. Það er jú búið að skipta um stjórn hér í landi. Nú verður maður bara að sjá til hvað verður. Hvort þessi breyting verði til góðs eða ills.
Annars eyddi ég laugardeginum í að baka súkkulaðibita smákökur meðan aðrir fóru að kjósa. Ég er svo myndarleg sko. Þessar smákökur voru svo seldar á skólahátíð hérna í Ballarat. Ég og Patrick skruppum svo á hátíðina sem var á sunnudeginum ásamt öðru fólki. Það var bara ágætt, hljómsveitir að spila á meðan krakkarnir hoppuðu um í loftkastala, dönsuðu og borðuðu nammi þá sat fullorðna fólkið og drakk bjór...hahaha. Já þetta er sko Ástralía fyrir ykkur. Hvar annars staðar væri skólahátið á skólalóð þar sem boðið væri upp á áfengi. Já svo vann ég 2 flöskur af rauðvíni í happdrættinu.
Annars gerðist nú lítið um helgina. Húsið hennar Maureen er á sölu og það var auðvitað opið hús þar um helgina. Maureen er á elliheimili sem heitir Nazareth House. Við náðum í hana á sunnudeginum og grilluðum hádegismat. Kjúkling með salati. Hún var annars bara mjög góð. Allavega miðað við hvernig hún er búin að vera undanfarið. Hún gengur nú samt við göngugrind en var mun hressari samt. Svo átti hún afmæli um daginn. 78 ára gömul!
Svo var ég að frétta að litli frændi minn hann Magnús og kærasta hans Ingibjörg eigi von á barni. Til hamingju með það!!!
2 ummæli:
hellú
Þetta er svona svipað og hér í DK. Ef það er e-r skólahátið hjá grunnskólakrökkunum þá er alltaf boðið upp á bjór og létt vin fyrir foreldrana frekar fyndið. Þetta er a.m.k. ekkert voðalega íslenskt hummm.
En annars þú dugleg að baka smákökur:)og meira segja selur þær og alles sneddí;)
best kveðjur frá Baunalandi
Ásta Björk
hehe...gaman í Ástralíu greinilega : )
Sólveig.
Skrifa ummæli