fimmtudagur, nóvember 22

Þá er ég búin að kaupa allar jólagjafir sem þarf að senda úr landi. Nú er bara að pakka inn og fara með þetta út á pósthús. Já ég fór sem sagt til Melbourne síðasta föstudag í hitanum. Var ekki svo slæmt þar sem ég eyddi mestum tíma mínum inní loftræstum verslunum. Ég sá stærstu Supré búð í heimi stelpur. Ný búð búin að opna í miðjum Melbourne. Ég gjörsamlega missti mig og fékk hálfgert brjálæðiskast. Svona kast þar sem maður fer að skjálfa. Vissi ekki fyrr en ég stóð við búðarborðið og var að borga fyrir föt, mest á sjálfa mig. hahaha... Já svo keypti ég á mig skó í Scooters Tinna! Ég eyddi aðeins meiri pening en ég ætlaði þar sem ég fékk kaupæði en þetta var þess virði.

Já síðasta vika var frekar heit. 30-36 stig alla daga. Við alveg að stikna hér með enga loftræstingu. Búin að ákveða að fá okkur eina slíka mjög fljótlega. Svo veit ég ekki hvað gerðist en það fór allt í einu að kólna á Þriðjudagskvöldið. Á miðvikudaginn var bara um 10 stig mest allan daginn og rigning. Maður þurfti að seta hitarann aftur í gang og ná í úlpuna sína. Hitarinn í gangi í dag líka. Svo á nú að fara að hitna eitthvað aftur um helgina. Svona er veðrið í Ballarat. Eins og rússíbani.

Annars fórum við í mat til Christine og Snag í gærkvöldi. Ég var að hjálpa henni að skanna inn myndir fyrir fimmtugsafmælisveisluna hennar sem verður eftir 2 vikur. Hún ætlar að hafa eitthvað svona 'show'. Fengum fínan lax í matinn með allskonar salötum. Christine nú líka listakokkur.

Ég veit ekki hvort að það hefur nú neitt verið í fréttunum heima en hérna eru að koma ríkisstjórnakosningar. Það verður kosið núna á laugardaginn. Það er mjög naumt á milli Frjálslyndaflokksins og Verkalýðsflokksins. John Howard forsætisráðherra er í frjálslyndaflokknum og er búin að vera við völd í 12 ár. Kevin Rudd er leiðtogi verkalýðsflokksins og mun verða nýi forsætisráðherran ef kosinn. Maður verður bara að bíða og sjá hvað verður. Ég má ekkert kjósa hvort sem er.

By the way, Tinna er svo búin að kaupa flugmiða til mín. Kemur hingað 2. febrúar. Jibbýýý! Þú munt sennilega ekki þurfa að pakka eins miklu núna Tinna. Bara stuttbuxur, pils, boli og svo auðvitað bikiní :)

Engin ummæli: