þriðjudagur, nóvember 6

Þá er hún litla systir mín búin að tilkynna mér það að hún sé líklegast á leiðinni til Ástralíu.
"Haa, þú ert bara nýbúin að vera hérna!!! Hvað er í gangi?" segi ég.
"Þú gætir nú sýnt aðeins meiri áhuga á að fá mig í heimsókn" segir sú litla. "Fæ ég ekki annars gistingu?".
"Jú jú" segi ég. "En er nú samt ekki miklu sniðugra að bara safna pening og kaupa þér eitthvað...eins og nýjan bíl eða fara að spara fyrir íbúð?" spyr ég systurina.
"Hah, nei nei langar það ekkert. Mér langar bara aðeins að skemmta mér og ferðast" segir sú litla. "Nú nú segi ég. Ert sem sagt að plana að eyða mestum tíma þínum hérna hjá mér eða upp í Port Douglas með ákveðnum aðila sem þú kynntist þar síðast".
Vandræðanleg þögn.
"Kannski" segir sú stutta. "Segðu bara ef þú vilt ekki að ég komi".

Já svona nokkurn vegin hljómaði okkar samræður.
Tinna mín þú ert auðvitað velkomin til mín og ég er rosalega spennt fyrir þessu (seriously!). Ég er með mest áhyggjur af foreldrum okkar. Held þau fái algjört áfall ef að önnur dóttirinn er komin í slagtog við Ástrala.

Hvað segiru Tinna, ertu búin að ákveða þetta? (Fluffy here I come!!!)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég á nafnspjaldið hans Fluffys ennþá.

Aldrei að vita nema maður bjalli í hann.

Nafnlaus sagði...

Þið eruð greinilega líkar systur...

Kv.
Magga