sunnudagur, nóvember 4

Nóvember komin og það er búið að rigna stanslaust þessa helgina. Rok og rigning. Ég sem var búin að hlakka til að grilla. Það er nú svo sem gott að fá svotla rigningu. Veðrið er sérstaklega ógeðslegt í dag þannig að ég er bara búin að sitja inni í allan dag. Ég verð nú að viðurkenna að núna þegar klukkan er að verða 3 þá er ég nú búin að fá ógeð af þessu hangsi og leti. Kannski að maður skreppi bara í bíó. Finnst ég ekki hafa farið í bíó í mörg ár! Ég man ekki einu sinni hvaða mynd ég sá seinast.

Það er sem sagt ekkert að frétta hér nema bara rok og rigning eins og er. Veðreiða Carnivalið byrjaði í Melbourne í gær. 120.000 manns mættu á veðreiðar. Kvenfólkið í fínum kjólum og með hatta. Fyrsti dagurinn heitir 'Derby Day'. Svo er 'Melbourne Cup' á þriðjudaginn (Almennur frídagur í Melbourne) og 'Oaks Day' á fimmtudaginn. Síðan er Ballarat með sinn dag líka sem er seint í mánuðinum og er almennur frídagur í Ballarat. Nei ég fer ekki á neinar veðreiðar þetta árið.

Maður er bara að fylgjast með 'trotturunum' undanfarið. Við eigum hlut í trottara hesti sem er að fara að byrja sinn "feril". Hingað til hefur hann virst mjög góður en maður verður nú að bíða og sjá hvernig hann fer í veðreiðum.

Engin ummæli: