Fékk sendar allar matvörur vikunnar með flutningabíl í dag eftir vinnu. Frábær þjónusta. Veit ekki afhverju ég fattaði þetta ekki fyrr. Fékk meira segja frían sendingarkostnað afþví þetta var fyrsta pöntun og ýmiskonar matar-og snyrtiprufur fylgdu með. Geri þetta pottþétt aftur í næstu viku.
Síðan var ég að kíkja á blogg síðuna hjá pabba.
Hann er að berjast fyrir nýjum miðbæ á Geirsnefi aðallega til að leysa umferðarþvöngina inn í miðbæinn og er algjörlega á móti þessarri hugmynd um að byggja göng undir borgina sem að ég er sko þokkalega sammála. Hef ekki heyrt aðra eins vitleysu og að byggja göng undir Reykjavíkurborg. Er fólk búið að gleyma því að Ísland er land mikilla jarðskjálftavirkni og ekki talandi um kostnað á þessum göngum. Ég er sammála honum föður mínum með að það væri sko miklu betri hugmynd að dreifa miðbænum aðeins. Td. byggja skrifstofur á Geirsnefi sem er í miðju borgarinnar og ekki einhverstaðar út á Nesi. Þetta myndi líka hjálpa við að vernda gömlu húsin í miðbænum sem að útlendingar koma til að sjá og finnst æðisleg. Reykjavík myndi gjörsamlega missa sálina ef öll bárujánshúsin myndu hverfa og í staðinn myndi miðborgin fyllast af ljótum skrifstofubyggingum.
Pabbi er jafvel búinn að búa til módel af nýjum miðbæ.
Hægt er að kíkja á þetta hérna MIÐBORG
Engin ummæli:
Skrifa ummæli