

Svo var þetta rosa fína veður á laugardeginum. Lá aðeins í sólbaði og skrapp í búðir. Við keyptum okkur aðeins meira í grænmetisgarðinn okkar. Tómata og chilli þar sem mér tókst að drepa chilli plönturnar mínar frá því í fyrra. Við grilluðum svo í kvöldmatinn rosa góðar nautasteikur með saladi sem var auðvitað úr garðinum okkar :) Dagurinn í dag hefur svo einhvernveginn horfið í hreingerningar. Reyndar kíkti Christine aðeins í heimsókn til okkar. Hún kom frá Evrópuferð sinni á föstudaginn. Þau voru reyndar mest á Spáni, Ítalíu og Maracco. Við erum svo boðin í mat til hennar á miðvikudaginn, ásamt Toni og Carel. Þetta er síðasta vikan sem Toni og Carel verða hérna. Svo fljúga þau aftur til London á næsta sunnudag.
Annars er svo bara vinna á morgunn. Það er búið að vera ótrúlega mikið stress í vinnunni hjá mér í síðustu viku. Við erum 6 sem að vinnum saman. Við erum kölluð "Westpac Backoffice Team". Einn strákurinn flutti yfir í aðra deild á mánudaginn. Sem að þýddi að ég og annar strákur þar Zac skiptum vinnunni hans á milli okkar. Svo voru 2 stelpur veikar mánudag og þriðjudag þannig að það var enn meiri vinna fyrir okkur. Miðvikudaginn fara svo báðir starfsmannastjórarnir og deildarstjórinn á námskeið. Ég og Zac þurftum sem sagt að vinna þeirra vinnu þann dag líka. Á föstudaginn ákveður Zac að taka sér frídag. Ég er sem sagt að vinna þriggja manna vinnu allan föstudaginn. Hef sjaldan verið jafn stressuð í vinnunni og þann dag. Ég er búin að ákveða að hafa fund með deildarstjóranum á mánudagsmorgunn og tala við hann um þetta. Enda gengur þetta ekki til lengdar. Ég er viss um að það sé hægt að skipulegga vinnuna betur á milli okkar. Já þannig var annars vinnuvikan hjá mér. Ég hef sjaldan verið jafn glöð og þegar ég komst út á föstudeginum. Mér finnst nú yfirleitt gott að hafa nóg að gera í vinnunni en þetta var fáranlegt. Enda er sko búnki af vinnu sem bíður eftir mér þessa vikuna. Mikið af þessari vinnu verður líka að vera búið að klára fyrir ákveðin dag. Öll okkar vinna hefur svona 'deadline' þannig að það verður örugglega nóg að gera á mánudaginn líka.
Jæja ég nenni ekki að kvarta lengur út af vinnunni. Þrátt fyrir allt stressið undanfarið þá líkar mér yfirleitt mjög vel hjá IBM.
2 ummæli:
Vá Olga mín hvað mér líst vel á svona heima-grænmetisgarð! Það væri ekki amalegt að hafa svoleiðis hér á landinu kalda og napra...! Keypti einmitt papriku um daginn sem reyndist óæt, það var eiginlega bensínbragð af henni!
Hafðu það gott downunder,við keith látum okkur dreyma um ástralíuheimsókn, tjah, innan allavega 5 ára... :) Helga
ummm...ég held ég hefði sko farið með þér út á meðan var verið að sýna snákinn...oj barasta!! ER ekki að fíla svona gæludýr : (
Kv. Sólveig.
Skrifa ummæli