fimmtudagur, október 25

Ég er búin að ákveða að ég er komin með nóg af að gera matarinnkaupin á gamla vegann, það er að fara út í búð, fylla körfu og bíða svo í röð á kassa. Ég ætla að gera næstu innkaupin á netinu og láta sko koma með þetta að dyrunum. Sé til hvað kemur út úr þessu.

Annars er ég bara að horfa á nýju seríuna af Heroes. Ég sem hélt að Sylar væri dauður en nei nei hann er enn á lífi og enn brálæðislega morðóður. Afhverju er hann svona vondur....

Svo er ég að fara í Body Shop partý annað kvöld. Ekkert djamm þessa helgi samt. Það á annars að vera rosa fínt veður um helgina. 30 stiga hiti og sól þannig að maður getur kannski eitthvað legið í sólbaði :)

Engin ummæli: