
Loksins er komið sumar. Fyrsti almennilegi sólbaðsdagurinn í dag. Ég dustaði nú samt ekki rykið af bikinini mínu þar sem að það voru 3 karlmenn upp á þaki hérna við hliðina í allan dag. Þeir voru að skipta um þakflísar á húsinu. Ég er nú samt búin að sitja úti mest allan daginn. Borðaði meira að segja morgunmat úti við nýja borðið okkar. Ég hef sko ekki nennt að gera neitt í dag nema að þvo þvott. Fór á djamm í gær með fólki úr vinnunni. Kom ekki heim fyrr en klukkan 2. Er svona hálf þunn í dag, ekki samt það slæm. Patrick er svo farinn á djamm í dag. Steggjapartý hjá vini okkar. Partýið byrjaði í morgunn. Þeir hittust allir á pöbbi og tóku svo rútu á veðreiðar. Já það er nú meiri óreglan á okkur hjónunum. Ekkert nema drykkjuskapur.
Svo er skírn hjá Toni og Carel á sunnudaginn. Ruby Kate verður skírð og svo verður grillveisla heima hjá Claire á eftir. Já þannig er nú þessi helgi, vonandi verður sú næsta aðeins rólegri.
1 ummæli:
Afhverju áttu pöndu sem er upp á lest fyrir gæludæyr?
Og afhverju er kaktus þarna?
Jeez
Skrifa ummæli