sunnudagur, október 14

Æðislega fallegur dagur í dag. Svona ekta góður íslenskur sumardagur. Búin að sitja út í garði mest allan daginn :)

Við fórum til Melbourne í gær. Keyrðum reyndar fyrst í bæ sem heitir Daylesford og fengum okkur morgunmat. Skruppum í miðbæ Melbourne og kíktum aðeins í búðir. Ég keypti mér 2 vinnuboli. Við fórum svo líka í IKEA. Það er orðin hálfgerður siður hjá okkur að fara í IKEA einu sinni á ári. Keyptum nú reyndar ekki mikið þar, bara nokkra smáhluti en það er samt alltaf gaman að kíkja þangað og fá sér pulsu og kaupa nokkra pakka af Ballerina kexi.

Við erum svo búin að kaupa okkur gasgrill. Já maður er sko að gera sig kláran fyrir sumarið, hehe. Patrick eyddi mest öllu föstudagskvöldinu í að setja það saman. Maður heyrði þónokkur blótsyrði það kvöld en þetta komst nú saman á endanum. Við erum reyndar ekki búin að prófa grillið ennþá þar sem okkur vanta gaskút. Búðin sem við keyptum grillið af átti enga eftir þar sem þeir höfðu verið á útsölu. Við fórum nú svo reyndar og ætluðum að fá okkur svona fínt timbur garðstólasett (borð og 4 stólar) en sú búð þurfti að panta það inn fyrir okkur líka þar sem það var á útsölu og þeir áttu ekkert eftir á lagernum. Við fáum það nú samt sennilega í vikunni. Þá er sem sagt planið fyrir næstu helgi að grilla STóRT.... sennilega ekki fyrr en á sunnudaginn samt þar sem Patrick er að fara í steggjapartý á laugardaginn.

Jamm, annars er ekki mikið annað búið að gerast. Margie, Maree og Maureen kíktu í heimsókn til okkar fyrr í dag. Það er byrjað að gera húsið hennar Maureen tilbúið til að selja. Hún er reyndar ekki enn komin inn á elliheimili en það er samt byrjað að taka til hjá henni og henda allskonar drasli.

Við erum alltaf að spá og spekúlera í hvað við ætlum að gera við okkar hús. Erum ekki enn búin að ákveða hvað við gerum. Það eru nokkrið valmöguleikar.
1. Gera sem minnst við húsið og reyna að borga af láninu eins hratt og hægt er og vona að fasteignaverð haldi áfram að hækka.
2. Gera upp bakhlutan en ekkert byggja við. Leigja húsið út og kaupa annað.
3 Byggja við að aftan (bæta við þriðju svefnherbergji og annarri stofu. Búa hér í nokkur ár.

Já við erum endalaust að koma með nýjar hugmyndir og sífellt að breyta um skoðun.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flytja bara heim til Íslands! ;)