mánudagur, október 8

Jæja, þá er maður komin aftur til að blogga.
Þetta var ein af þessum helgum þar sem maður er þreyttari á mánudeginum en maður var á föstudeginum. Við fórum út að borða þrisvar sinnum í vikunni. Toni er komin í heimsókn frá London með litlu Ruby Kate og við fórum öll út að borða á þriðjudagskvöldið og kíktum svo nokkur á ljóðakvöld á litlum skrýtnum pöbbi. Ekki spyrja mig afhverju við lenntum þar. Við fórum auðvitað öll með ljóð og vísur. Ég fór með nokkrar íslenskar vísur. Ég reyndar mundi eiginlega engar vísur og sagði bara "Fljúga hvítu fiðrildin" og "Afi minn fór á honum Rauð" á íslensku og vakti mikla lukku.
Toni, Ruby og Maureen komu svo til okkar í mat á fimmtudagskvöldið. Patrick gerði írskan Guinness Nautarétt og var mjög góður.
Það var svo vinnufundur hjá mér á föstudagskvöldið. Það er að segja fundað í svona hálf tíma og svo drukkið og kjaftað það sem eftir er. Ég fékk mér aðeins of mikið af einhverjum belgískum bjór sem heitir hagen eitthvað og var svoldið þunn daginn eftir.
Við skötuhjúin ákváðum nú samt að fara út að borða á laugardeginum og fengum okkur ítalskt og gott. Já svo enduðum við með því að fara aftur út að borða á sunnudeginum þar sem við hittum nokkra vini okkar og enduðum á Thailenskum veitingastað.
Ég var svo ógeðslega þreytt í vinnunni dag að yfirmaðurinn minn sagði við mig tvisvar að ég mætti fara snemma heim þar sem ég var að sofna á lyklaborðinu mínu. Ég þraukaði nú samt út daginn en er sko á leiðinni uppí rúm núna. Góða nótt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég skil hvað þú meinar með að vera þreytt á mánudögum.