Önnur helgi búin. Afhverju líða helgarnar alltaf svona hratt? Kannski afþví þær eru bara 2 dagar og vinnuvikan 5 dagar. Ekki alveg sanngjarnt finnst mér.
Hvað er annars búið að vera að gerast? Það er búið að vera rosalega rólegt hjá okkur undarfarið. Lítið um partý og djamm sem er svo sem alveg allt í lagi. Við erum búin að vera að reyna að ákveða okkur með lit á girðingu sem á að fara fyrir framan húsið okkar. Keyptum gula málningu um síðustu helgi og máluðum eina umferð. Okkur fannst svo þessi litur nú aðeins of gulur og höfum ákveðið að tóna hann aðeins niður. Húsið mun svo vonandi einhverntíman verða málað í sama lit.
Ég bakaði svo muffins í dag til að taka með í vinnuna á morgunn handa Mick og Brad því þeir eiga afmæli. Súkkulaði muffins....mmmmhhhh..
Best að fara af netinu því mamma er ábyggilega að reyna að hringja og alveg að fara á taugum af því það er alltaf á tali ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli