laugardagur, september 8


Það er allt á fullu hér í Kengúrulandi.
Það er stór fundur í Sydney fyrir APEC (Asia Pacific Economic Cooperation). Þetta þýðir að miðborg Sydney er lokuð fyrir almenning. Í gær var Sydneybúum gefinn almennan frídag og sagt að fara sem lengst frá borginni. Allt út af því að forsætisráðherra Ástralíu John Howard, George Bush, Vladimar Putin og forseti Kína hittast í miðborginni og chatta um stríðið í Írak og gróðurhúsaáhrif. Öryggisgæslan í Sydney er það sterk að það kemst engin um miðborgina án þess að vera spurður um skilríki og í suma hluta þarf fólk að vera með sérstaka öryggispassa.

Það voru þó nokkrir ástralskir grínarar sem komum mun lengra í gegnum öryggishlið en þeir héldu. Þeir komust um 10 metra frá George Bush. Leigðu þeir 3 svarta bíla og settu kanadíska fána á einn bílinn. Höfðu þeir svo plat öryggisverði hlaupandi meðfram bílunum. Öryggisverðirnir voru allir með plat öryggispassa sem sögðu "Það er frekar augljóst að þetta er ekki alvöru passi". Bílarnir komust alla leið í gegnum öll hlið og ekkert fattaðist fyrr en þeir stoppa bílana og út stígur Osama Bin Laden (einn grínarinn hafði klætt sig upp sem Osama). Þá varð allt brjálað og liggur við að "Osama" hafi verið skotinn. Svo má bæta við að Kanada var ekki einu sinni boðið á þennan fund. Það fyndnasta er að þessir grínarar eru með gamanþátt ("The Chasers") á ABC sjónvarpstöðinni og eru á launalista ríkisins þar sem ABC er ríkisrekin stöð hahahaha.

Já allt brjálað hérna í Kengúrulandi. George Bush náttúrulega ótrúlega merkilegur og vitur maður maður (hóst, hóst). Það var í fréttunum í gær að hann kallaði fundinn APOC og kallaði svo Ástrali "Austrians" (Austurríkisbúa!!!). Já það er alltaf líf og fjör í kringum Bush...

Æi já ég var svo eitthvað að leika mér með templatið hérna þannig að síðan er eitthvað búin að breytast.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En litríkt lúkk hjá þér.


Ég er hérna að deyja úr þörf fyrir að fara inn í Supré.

Langar svo.

Nafnlaus sagði...

Rosalegt lúkk hjá þér Olga : )

Kv. Sólveig.

Nafnlaus sagði...

Vóóó ég var bara bíddu inn á hvaða síðu er ég komin.....;)
kv.Björkin í Baunalandi
P.S rosalegar þessar Kengúrur