Ég er búin að vera ótrúlega húsmóðursleg í dag.
Þvoði þvotta, bjó til graskerssúpu, bjó til 'chickpea' og feta salat, bjó til Ricotta og spínat lasagna og bakaði súkkulaði muffins. Svo ætla ég að elda steiktan fisk í kvöldmatinn. Gerði allt þetta á meðan ég hlustaði á The Killers, Pixies og Cake. Ég held ég hafi gert út af við Patrick með öllu þessu. Hann allaveganna lét sig hverfa. Sagðist vera að fara á fótboltaleik....
Ég sem sagt hef það bara gott. Ligg í sófanum með rauðvínsglas og chickpea & feta salat. Hlusta á The Killers í gegnum nýja Ipodinn minn (í gegnum græjurnar). Er að lesa "Hús andanna" í fyrsta sinn á ensku. Var að klára að lesa "A Thousand Splendid Suns" eftir sama höfund og skrifaði "Flugdrekahlauparann". Veit ekki hvað þessi bók heitir á íslensku. Kannski "Frábærar sólir í þúsundatali" ...ég samt held ekki. Þetta er allaveganna alveg ágæt bók en maður verður ótrúlega reiður þegar maður les sumt í bókinni. Hvernig konur í Afghanistan voru með minni réttindi heldur en hundar. Ég verð núna að fara að lesa flugdrekahlauparann.
1 ummæli:
úú..hvað þú ert dugleg..ég vildi að ég væri svona húsmóðurleg ; )
Sólveig.
Skrifa ummæli