laugardagur, september 1

Það er eitthvað búið að kvarta yfir bloggleysi. Og ég sem hélt að það læsi þetta enginn.
Það er nú bara búið að fara lítið fyrir manni síðustu dagana. Ég er aðallega bara búin að vera að jafna mig á flensunni. Já fékk aðra flensu og í þetta skiptið var þetta líka almennilegur vírus. Er nú samt öll að koma til núna.

Það er fyrsti vordagurinn hér í dag og líka þetta fínasta blíðuveður úti. Mætti segja að það sé alveg týpískt íslenskt sumarveður. Svona veður þar sem maður sér sumt fólk á stuttermabolum en annað fólk enn í úlpu. Ég er enn í úlpu. Ég er nú líka svoldil kuldaskræfa.

Svo var ég að kaupa mér IPOD. Algjört undratæki þetta. Er búin að setja alla mína tónlist á þetta og svo búin að downloada smá líka þó að ég efast um að það sé nú alveg löglegt. En ég sé nú engan mun á þessu og að taka upp tónlist úr útvarpinu, sem að maður gerði nú í denn.

Ætli maður taki því nú svo ekki bara rólega þessa helgina. Ég fór í klippingu í dag og ætli það verði ekki bara hápunktur helgarinnar, haha. Annars er nú svo gott veður að ég kíkti í göngutúr og endaði með 2 kodda á leiðinni heim. Já keypti handa okkur fleiri kodda. Alltaf gott að eiga nóg af koddum, haha. Síðan kíktum við á hús til sölu hérna á bakvið okkar hús. Bara svona til að forvitnast. Þetta er 3 svefnhergja múrsteinshús og kostar um 12.5 millj íslenskar kr. Það var mjög snyrtilegt en þarf samt nýtt eldhús, nýja baðherbergis inréttingu, nýtt á gólfin og málningu að innan. Þetta þýðir að maður myndi þurfa að eyða næstum því 5 millj í að gera það upp. Það væri nú samt alveg hægt að leigja það út eins og það er og fá svona 45-50.000kr á mánuði í leigju. En ekki að við séum alveg að leita okkur að nýju húsnæði eins og er. Það er bara gott að fylgjast með húsnæðisverði.

Engin ummæli: