sunnudagur, ágúst 12

Já þá er aldurinn byrjaður að gera vart fyrir sér. Ekki einu sinn vika síða ég átti afmæli.
Ég fékk fyrst svona eldrafólks gjöf. Hornborð og lampa. Ég reyndar valdi þetta sjálf en samt....hvað varð um það að fá tölvuleik eða snyrtidót í afmælisgjöf? Ég er nú reyndar mjög ánægð með mína gjöf. Rosa flottur lampi!
En svo núna fyrir helgina þá byrjar maður að stirðna rosalega í bakinu og er með frekar óþægilega verki í síðunni. Fyrsta sem ég hugsa er botnlanginn þó að verkirnir væru ekki það brjálæðislegir. Ég fór svo til læknis í dag. Nei ég er sko ekki með einhvern unglingasjúkdóm eins og botnlangakast, heldur gamalmennissjúkdóm. Þvagsýkingu! Já sett á fúkkalyf við þessu og alles. Sendi svo Patrick út í búð að kaupa trönuberjasafa eins og flest gamalmenni drekka víst. Var að hugsa um að láta hann kaupa svona sveskjusafa líka, svona bara til að vera töff í gamalmannasamfélaginu. Ég verð nú að viðurkenna að ég er hálf fegin að hafa ekki verið með botnlangakast.

Eftir allt þetta bakaði ég pönnukökur. Já það jafnast ekkert á við íslenskar pönnukökur og kaffi (reyndar fékk ég mér ekki kaffi, eins gott að halda sig frá svoleiðis í smátíma).

Patrick og ég fórum svo í 21árs afmæli í gærkvöldi hjá stelpu sem vinnur með mér. Það var svo sem ágætt en það var samt ótrúlega mikið af skrýtnu, mjög ölvuðu fólki þar. Ég drakk ekki þar sem að mér leið hálf illa í nýrunum/blöðrunni (ég veit þetta hljómar fyndið). Ég reyndar fékk mér eitt lítið glas af rándýru Möet & Chandon kampavíni, bara svona af því ég varð að smakka.

Ég ætlaði svo að fara í dag og kaupa mér Ipod spilara en ég held að það verði ekki af því. Ég verð samt að fá mér svoleiðis og þá get ég hlustað á hann í vinnunni, svo ég þurfi ekki að tala við hinn illa lyktandi John sem situr við hliðina á mér. John er búin að vinna hjá IBM í næstum ár. Fljótlega eftir að hann byrjaði þá fór fólk að kvarta yfir því hvað það var vond lykt af honum. Þetta er rosa skrýtin lykt, samblönduð táfýlu, súrum sígarettulykt og einhverju öðru. Þetta er ekki svona venjuleg svitalykt. Þetta varð svo slæmt að vakatarstjórinn varð að tala við hann um þetta. Ekki smá vandræðalegt finnst mér. Eina er að lyktin minnkaði ekkert við þetta. Núna er hann kominn baksvæðis í þjónustudeildina þar sem ég vinn og ekki bara það heldur situr við hliðina á mér!!! Við erum 6 plús deildarstjórinn og vaktarstjórinn á þessu svæði og við vorum öll að kvarta undan lyktinni. Vakarstjórinn varð því að "tala" aftur við John. Lyktin er kannski aðeins skárri núna en samt getur maður enn fundið hana. Svo er það ekki bara lyktin heldur er hann alveg ótrúlega leiðinlegur. Segist vera með rosa háa greindartölu og er alltaf að monta sig af því sem hann er að gera. Já ég vil nú yfirleitt ekki vera að baktala fólk en ég gjörsamlega þoli hann ekki. Eina er að ég er "hærra sett" en hann svo að ég verða að reyna að nota það og láta færa hann eitthvað annað. Í alvörunni, það er ekki hægt að vinna með svona fólki.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha...þú bara orðin eldgömul kelling ; )

Veistu það að ég finn fyrir þessu líka, finnst ég orðin svo gömul eitthvað, sérstaklega eftir að maður er kominn með barn..þá verður maður svo fullorðinn eitthvað ; )

Sólveig.

Nafnlaus sagði...

muhahahaha...

Góðar stundir.

Kveðja,
Magga

Aldan sagði...

Til hamingju með afmælið fyrir u.þ.b. viku síðan :)