TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ DAVÍÐ!!!Það er pakki á leiðinni.
Almennur frídagur í dag og ég svaf sko út. Rosalega gott :) Veit ekki hvað ég á að gera af mér í dag. Það verður þónokkuð af búðum opnar eftir klukkan 12 í dag. Það má ekkert vera opið fyrir 12. Kannski að ég rölti niðrí bæ og kíkji í Myer.

Annars keypti ég mér nýjar gallabuxur um daginn sem var ekki eins auðvelt og hélt. Búðirnar eru allar yfirfullar af skinny jeans. Maður er nú svona aðeins byrjaður að venjast þessari tísku en mér finnst ekkert eins óaðlaðandi og stelpur í skinny jeans sem að eru kannski stærð 12-14 (ensk nr). Ég er ekki að segja að stærð 12-14 sé feitt. Ég er sjálf stærð 12. En þetta þýðir að maður er með rass og læri. Skinny Jeans og Rass og læri fara ekki saman. Ef að þú ert ekki stærð 6, ekki vera í skinny jeans, nema þá að þú sért í síðri peysu. Þetta er ekkert rosalega flott lúkk.

Nú er ég ekki að reyna að hvetja fólk til þess að fá anórexíu en skinny jeans eru flottar á módelum afþví þær eru yfirleitt stærð 4-6. Sjáið þið munið. Þær eru ekkert það flottar þegar maður fer að reyna að troða sér í þær.
2 ummæli:
Takk :P :O :S :Ð :D XD :Þ
hehe....flott þessi sem er að troða sér í buxurnar..æææ...aðeins of litlar á hana greyið : )
Sólveig.
Skrifa ummæli