föstudagur, apríl 27

Við erum heima hjá Maureen í kvöld. Við munum gista hjá henni í nótt. Það er svo búið að spá almennilegri rigningu hérna um helgina. Það er ekki búið að rigna almennilega hér í svona 2 ár ábyggilega. Maður trúir þessu nú samt ekki fyrr en maður sér það.

Patrick var svo eitthvað að hneykslast á myndavali mínu í síðustu færslu. Fannst þetta eitthvað ósmekklegt af mér. Mér fannst það nú líka en mér finnst nú svo gaman að hneyksla..... (hóst). Vildi koma af stað skemmtilegri umræðu um gallabuxnatískuna í dag....en það eru allir svo lélegir að kommenta....nema auðvitað Solla.

Annars ætla ég bara að sofa um helgina. Ég er búin að vera svo ógeðslega syfjuð þessa vikuna. Veit ekki hvað er að mér. Við erum reyndar að fara út að borða á laugardagskvöldinu. Maree, systir hans Patricks á afmæli. Annars held ég að það sé komin tími á almennilegt djamm. Maður bíður kannski bara eftir að Erla og Tinna komi :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nema hvað að ég á ekki eftir að eiga efni á neinu þannig...

Viltu ekki vera búin að redda mér kærasta áður en ég kem. Svona til þess að splæsa á mig.

Olga sagði...

Mick bíður spenntur..... hahaha