Ég held ég viti afhverju ég var svona þreytt á föstudeginum. Ég byrjaði á að fá magaveisu á laugardeginum og svo hita um kvöldið. Hitinn er farinn en ég er enn að fá í magann öðru hverju þannig ég fór ekki í vinnuna í dag.
1.maí á morgunn. Hérna er fyrsti maí ekkert sérstakur dagur. Verkalýðsdagurinn hér var í mars. Þannig að ég þarf sennilega að fara í vinnuna, nema ég verði enn of "slöpp" til að fara.
Annars gengur vinnan bara mjög vel hjá IBM. Ég er núna orðin ein að yfir-tölvuráðgjöfunum í okkar deild fyrir Westpac-banka. Það þýðir að ég tek eiginlega engin símtöl lengur, nema ef að það sé rosalega mikið að gera. Maður er aðallega að hjálpa nýju starfsfólki og hringja í Westpac starfsfólk til að reyna að leysa ýmsa tölvuvanda fyrir það. Mér finnst þetta bara ágætt , sérstaklega þar sem maður þarf ekki að vera að svara í símann allan daginn.
5 ummæli:
rosalegt tölugúru ert þú orðin haaa ég get semsagt bara hringt í þvi næst þegar ég lendi í e-rjum bobba með computer-inn :)
kv. Ásta Björk
þokkalega...algjört tölvugúru...sammála því : )
Gott að heyra að það gengur sona obbolega vel hjá minni!!
Sólveig.
Ég veit eiginlega ekkert um tölvur. Ég held að það hafi orðið einhver mistök þegar ég fékk þessa stöðu.
Neiiii trúi því nú ekki. Held frekar að þú sért að gera góða hluti hjá IBM :)
kvÁbe
Gooo Olga!!!! :)
Kv.
Magga
Skrifa ummæli