sunnudagur, apríl 22

7 vikur stelpur. 7 vikur!!!

Þá er önnur helgi á enda. Við gistum heima hjá tengdó í gærkvöldi. Fjölskyldan er en að skiptast á að vera hjá Maureen. Ég held að hún sé að verða svoldið betri. Hún var allaveganna þónokkuð málglöð í gær. Ég þurfti samt að hjálpa henni að komast í náttfötin en hún gat svo alveg klætt sig um morguninn án hjálpar.

Ég fattaði svo að Davíð á afmæli núna á miðvikudaginn. Tíminn líður svo hratt. Manni finnst jólin bara vera nýbúin og þá er komnir páskar. Ég dreif mig sem sagt út í búð í dag og keypti afmælisgjöf handa litla bro. Hann fær hana bara viku eftirá. Við sáum svo líka þennan fína vínrekka. Við erum búin að vera að leita að vínrekka sem passar í arininn í stofunni. Þessi passar akkúrat. Núna verður maður að kaupa sér kassa af víni og fylla rekkan. Annars er ég hrædd um að því meira vín sem maður kaupir, því meira vín maður drekki.
Við erum svo að reyna að koma upp öðrum grænmetisgarði hérna í garðinum. Síðasti grænmetisgarður endaði ekkert allt of vel. Við erum samt bjartýn á að þetta takist betur núna. Jarðvegurinn virðist vera svoldið betri. Vetrargrænmeti sem maður getur ræktað er ma.: gulrætur, gulrófur, laukur, hreðkur, radísur og baunir. Ég setti svo líka niður lauka fyrir páskaliljur og túlipana.

Ein stærstu grænmetis-og ávaxta ræktunarsvæði í Victoriufylki eru rétt hjá Mildura í Norður Victoriu. Þeir hafa alltaf fengið vatn frá ánni sem rennur þarna upp frá "The Murray River". Vatnið rennur úr ánni í skurðum til býlanna sem er svo notað til að vökva. Af því að það eru svo miklir þurrkar þá hafa stjórnvöld ákveðið að loka fyrir skurðina. Þetta þýðir sem sagt að bændurnir munu ekki hafa nóg vatn til að vökva og mest öll uppskeran mun deyja. Þetta mun þá sennilega þýða að ávextir og grænmeti mun hækka mjög í verði. Einnig mun kjöt hækka í verði þar sem að bændur eru að selja nærri alla náutgripi og fé afþví það er ekki nóg gras eða vatn til að halda þeim á lífi. Kýrnar okkar hafa það svo sem alveg ágætt. Við keyptum svoldið af heyböggum handa þeim og það er smá vatn eftir í vatnsbólinu handa þeim að drekka. Ég býst samt ekki við að það vatn dugi í marga mánuði í viðbót ef það rignir ekki. Við erum að vonast til að selja þær í maí. Já ég myndi sko ekki vilja vera bóndi í Ástralíu.

Það er svo frí hérna á miðvikudaginn. Anzac Dagur. Það er minningardagur hermanna. Þá er hermönnum sem börðust í heimstyrjöldunum og öðrum stríðum vottuð virðing. Skrúðgöngur eru haldnar í öllum bæjum. Svo borðar fólk Anzac smákökur, sem eru svona engifer/hafrakökur. Ég held að ég sofi bara út og taki því rólega.

Engin ummæli: