
Frábært að fá 4 daga frí. Flest fólk borðar ekki kjöt á Fösudaginn langa. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég fékk mér smá afganga af kjötrétti í hádeginu. Patrick harðneitar að borða kjöt á þessum degi enda er hann heilaþveginn kaþólikki þegar kemur að þessum sið. Við borðuðum nú svo fisk í kvöldmatinn. Ég sá samt eftir að hafa ekki keypt ferskan fisk í staðinn fyrir frosinn því hann var frekar vondur. Allaveganna...maður fær sér nú góðan mat á morgunn, páskadag og fullt af súkkulaði.
Svo erum við bara búin að vera að vinna í húsinu, mála og setja upp hillur. Klára að taka upp úr kössum. Ég er svo líka búin að vera á netinu að reyna að finna ódýr flug og hótel fyrir mig, Erlu og Tinnu í júní. Við munum fljúgu upp til Queensland, gista í Brisbane í 3 nætur og svo 7 nætur í Port Douglas (Cairns). Já það eru sem sagt akkúrat 2 mánuðir þangað til stelpurnar leggja af stað í flug til Ástralíu :)
1 ummæli:
Gleðilega páska sömuleiðis : )
Kv. Sólveig.
Skrifa ummæli