laugardagur, mars 31

Páskahérinn komst ekki alla leið þetta árið...

Ég trúi ekki að það séu að koma páskar. Jólin eru bara nýbúin. Það verður nú samt gott að fá 4 daga frí...já hér er skírdagur ekki frídagur, þannig að það er bara 4 daga frí. Það er svo sem ekkert sérstakt planað fyrir páskana. Verðum sennilega bara að dunda okkur eitthvað í húsinu.
Við gistum í Dunnstown í gærkvöldi, hjá Maureen. Hún er komin heim og það skiptast allir á að vera hjá henni. Við erum svo að fara til Melbourne á morgunn. Það er blóma og garðyrkjusýning þar sem við ætlum að kíkja á. Svo ætlum við að kíkja í búðir og enda á að fara í IKEA. Okkur vantar hillur í eldhúsið og fataskáp.
Annars er byrjað að hausta í Ballarat. Trén eru rétt að byrja að skipta um lit og næturnar eru orðnar frekar kaldar. Húsið okkar er þónokkuð hlýtt, sérstaklega þar sem að við erum með góðan hitara í stofunni sem hitar líka eldhúsið og bæði svefnhergin. Baðherbergið og klósettið eru einu virkilega köldu herbergin.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað er málið með þessa mynd?? ;)
kv.Björkin

Olga sagði...

Paskherinn ("Easter Bunny")komst ekki alla leid med paskaeggin.

Nafnlaus sagði...

heyrðu helduru að það sé ekki dauður páskahéri út á bilaplani hjá okkur!!!!!!Omg var í sjokki við að sjá þetta.....Ætli sé e-r páskahéra veiki í gangi......;)
kv. Ásta Björk