fimmtudagur, apríl 12

Ok, ég er enn með ógeð af súkkulaði, sem er ógeðslega pirrandi því mér finnst svo gott að fá mér kaffi og súkkulaði í kaffitímanum mínum í vinnunni.

Svo er að koma önnur helgi. Við erum að fara í kveðjupartý annað kvöld. Vinur okkar Jordan og kærastan hans eru að fara til Evrópu í nokkra mánuði. Svo munum við gista heima hjá Maureen í Dunnstown á laugardagskvöldinu. Við erum síðan að plana að fara til Melbourne á sunnudeginum. Við ætlum að kíkja á svona einhvernskonar 'hús og hýbíli' sýningu þar og fara svo á fótboltaleik. Fótboltaliðin Haukarnir og Kengúrurnar spila.

Kíkti á stjörnuspána mína fyrir daginn í dag, svona i gamni....

Ljónið
(23.7 - 22.8)

Þú stígur mikið gæfuspor á næstunni og lífið virðist brosa við þér. Þú hefur nóg fyrir stafni og fátt angrar þig.

Hljómar bara þónokkuð vel.

Ég er svo búin að setja inn nokkrar nýjar myndir af húsinu okkar. Skoða myndir hér.

Engin ummæli: