Þá er allt frágengið í sambandi við húsið nema að við fáum afhenta lyklana á miðvikudaginn.
Við munum svo flytja all dótið okkar um næstu helgi. Við erum sem sagt bara að pakka niður í kassa um þessa helgi. Það er búið að vera smá stress í þessari viku þar sem við þurftum að taka okkur smá frí í vinnunni og elta alskonar pappíra. Þurftum að skrifa undir allskonar pappíra frá bankanum og fasteingasalanum. Svo þurftum við að redda okkur húsnæðistryggingu. Þetta er allt komið núna þannig að við bíðum núna bara eftir "Settlement Day" sem að er dagurinn þar sem okkar lögfræðingur, lögfræðingur seljandans og bankinn hittast og skipta á peningum og pappírum. Þegar það er búið getum við sótt lyklana á fasteignasöluna.
Það er eitt sem ég mun sko ekki sakna frá því að búa hér. Það er að búa við hliðina á fólkinu frá Nepal. Ekki að ég hafi neitt á móti fólki frá Nepal, en matarlyktin sem að kemur þaðan á hverjum degi er alveg ferleg. Það er líka alltaf eins lykt. Þau hljóta að borða sama matinn á hverjum degi. Þau borða síðan ekki kvöldmat fyrr en um 10 á kvöldin þannig að þegar við erum að fara að sofa þá kemur þessi rosa lykt inn. Lyktin berst í gegnum vifturnar í baðherberginu. Annars er þetta nú svo sem alveg ágætis fólk. Manish fór heim til Nepals í nokkrar vikur og kom heim um daginn. Hann fór heim til að gifta sig. Eiginkonan kemur svo til Ástralíu í fyrsta sinn í næstu viku. Manish kom með gjöf handa mér frá Nepal. Þetta var stytta af einum Hindúa guðunum þeirra. Veit ekki hvað hann heitir. Þetta er guð með fílshöfuð. Styttan er svo sem alveg fín en Manish er skrýtinn.
Talandi um skrýtið fólk þá var Justin frá IBM að halda upp á afmælið hjá sér í kvöld og ég vissi að hann myndi sko bjóða mér. Ég var sem sagt tilbúin með afsökun. Sagði að Patrick og ég værum að fara til Melbourne í trúlofunarpartý. Er ég vond? Ég hef farið í tvö partý hjá honum og það var ekki mjög gaman. Hann á enga vini. Í alvörunni, er ég vond?
Ég fór á Dominos í gærkvöldi og pantaði 2 pizzur. Maður pantar pizzurnar og svo spyrja þeir um nafnið manns og setja nafnið upp á tölvuskjá þannig að maður getur séð hvað maður þarf að bíða lengi og hvenær pizzurnar eru tilbúnar. Þegar ég var búin að panta þá segir strákurinn. Þú heitir Olga er það ekki? Ég fór að hugsa.... bíddu nú við, ég kaupi nú stundum Dominos, en ég kem nú ekki það oft hingað að starfsfólkið ætti að muna nafnið mitt......ég var viss um að ég þekkti sko ekki þennan strák.... þannig að ég sagði: "Hvernig vissuru að ég heiti Olga?" ....hann sagði: Það stendur á nafnspjaldinu þínu..... Dahhhh ég var þá náttúrulega nýkomin úr vinnunni og var ennþá með nafnspjaldið á mér.
2 ummæli:
Til lykke með húsið:) Nú er bara að byrja að safna fyrir heimsóknarferð til Ástralíu er það ekki málið????;)
Dominossagan góð:)dööööö
kv. Ásta Björk
Styttan er af Ganesha ;)
Þú þarft svo að gera kósí gestaherbergi handa mér og Erlu...
Skrifa ummæli