föstudagur, febrúar 23

Já þá er bankinn búinn að samþykkja lánið hjá okkur, reynar með því skilyrði að fasteignamatið verði í lagi. Við erum nú samt nokkuð örugg að það verði í lagi. Þannig að það lítur út fyrir að við séum að fara að flytja. Ættum að fá húsið afhent um miðjan mars! :)

Hér eru fleiri myndir af húsinu, sem er á síðu fasteignasölunnar.
Þetta er sem sagt stofan og þar sem að er gengið inn í húsið.

Eldhúsið.

Staðið á veröndinni og horft up götuna.

Hægt að kíkja á lýsingu á húsinu hérna líka: Jens Gaunt Real Estate
Ég set nú svo fleiri myndir þegar við erum flutt.

Það er ekki mikið annað að frétta nema bara HEITT HEITT. Það er búið að vera steikjandi hiti í 2 vikur núna, non stop. Maður er alveg komin með nóg. Yfirleitt fær maður nefnilega dag hér og þar sem að er kaldari. Það á reyndar eitthvað að kólna um helgina. Það var svo heitt síðustu helgi að maður gat ekki einu sinni verið utandyra. Maður sefur heldur ekkert sérstaklega vel í svona heitu veðri.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Geggjað, vona að þetta gangi allt saman upp hjá ykkur:)

Já það er ófært ut vegna hitar hjá þér, hér í DK er ófært út vegna snjós og skafrennings, já veðrið er svei mér þá annsi misjafnt;)
kv.Ásta Björk

Nafnlaus sagði...

Mjög flott íbúð! Vonandi gengur þetta upp! :)

Talandi um veður þá er veðrið hérna á fróni bara mjög gott - var sól og blíða í dag. ;)

Kv. Magga

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ

Húsið virkar ljómandi huggulegt.
Segi það sama og Magga, krosslegg fingur fyrir að allt gangi upp.

bestu kveðjur
Hanna

Nafnlaus sagði...

Frábært. Til hamingju með þetta!!

Sólveig.

Nafnlaus sagði...

Heyrðu ég ætti kannski að segja þér að hotmailið mitt liggur niðri.

Ef þú vilt senda mér mail sendu þá frekar á www.tinnast@kvenno.is

Helga sagði...

VA til hamingju med husid !!!
Rosalega litur thetta vel ut !!!

Bestu kvedjur fra Helgu og Keith.